Stynja dvergar fyrir steindurum
Sit með sveittan brúskinn á bókhlöðunni að læra, líkt og aðrir samnemendur mínir. Það er nóg vinna framundan. Ég er að klára Wide Sargasso Sea eftir Jean Rhys, sem mér þykir mjög góð og hef verið að punkta endalausar tíberingar, og strikanir í hana. Ég les heldur ekki sérlega hratt, hvað þá þegar ég er að rýna í bók og asanst auk þess til að vafra um netið. Þarf svo mögulega að púkka upp á eldri skrif mín í Ritlist í samræmi við gagnrýni hópsins, skila því, portfólíóinu og dagbókinni á mánudaginn, að ég held. Skilaði af mér lítilli ritgerð fyrir nokkrum dögum í ritþjálfun en tókst samt að stressa mig yfir henni, aðallega vegna þess hvað ég átti erfitt með að finna heimildir og vegna þess að ég þurfti að borga fyrir nánast allar greinarnar á netinu um efnið, og var þó aðeins úr örfáum að moða. Ég á ekki kreditkort og Hótel Mamma treystir slíkum síðum varlega. Blessunarlega birtist Lisa mér allt í einu eins og góða dísin og lánaði mér aðgangsorðið svo ég gæti leitað á enotes.
Fyrir annan maí þarf ég að skila af mér 1-2 heimildaritgerðum fyrir Enskar bókmenntir II, 15.000 orð hver. Svo þarf ég að lesa mér upp The Lord Of Flies, The Bad Sister, White Hotel og The French Lieutenant’s Woman. Ljóð Ted Hughes og Sylviu Plath, Liverpool-skáldin, Edwin Morgan, og Seamus Heaney. Bý þó vel að því að hafa lesið mörg ljóða Heaney áður í Ensk-írskum bókmenntum. Þar að auki held ég að mér væri hollt að lesa upp ýmsa kafla í ritlist.
Sem ég skrifa þetta er búið að loka bókhlöðunni. Af hverju geta þeir ekki verið opnir lengur um helgar, sérstaklega þegar próf og ritgerðir eru framundan, segjum til átta eða tíu?
2 ummæli:
Fáðu þér bara kreditkort maður.
Kreditkort eru ACE!
Skrifa ummæli