mánudagur, apríl 30, 2007

Ritgerð og Mokkakvöld kvödd

Klukkan er tvær mínútur í eitt og ég var að ljúka við tæplega 1800 orða ritgerðina mína um Edwin Morgan sem þjóðfélags- og ástarskáld. Góður er ég.
Á morgun er það Seamus Heaney en núna svefn.

Annað kvöld verður síðasti séns að ylja sér við glæður gamla góða opnunartímans á Mokka. Það er sárara en tárum taki að þurfa að kyngja því að Mokka, mín Mekka, minn íverustaður, annað heimili og félagsvettvangur muni ekki framar vera vettvangur kvöldspjalls, hangs, kaffidrykkju og/eða lesturs og/eða náms. Ég hef átt margar mínar ánægjulegustu stundir á kvöldin á Mokka. The sights, the sounds, the smells! Þetta hefur verið staðurinn minn frá því að ég fór að sækja hann með Dodda í Menntó og hann stendur hjarta mínu nær en flestir aðrir staðir. Hér hefur allt verið eins og ég vil hafa það.

Ég hvet alla vildarvini Mokka til að nýta þetta síðasta tækifæri og tek undir með Dodda að eina rétta leiðin til að upplifa Mokka er á kvöldin.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mokka dó með reykingabanninu. Lengi lifi sú minning.

Kristján Hrannar sagði...

Ha, er Mokka að fara að loka, eða bara á kvöldin?

Einar Steinn sagði...

Bara á kvöldin. Nýi lokunartíminn er eitthvað sjö eða átta um kvöldið.

Já, ég er sár og bitur.

Einar Steinn sagði...

Það var mikill missir af þeim mörgu viðskiptavinum sem hættu að sækja Mokka í kjölfar bannsins. Ég myndi þó ekki taka undir það að Mokka hafi dáið við þau umskipti.
Sjálfur get ég skilið kröfuna um reykingabann, og málstað reyklausra og starfsfólks. Ég reyki ekki sjálfur en reykingar á kaffihúsum hafa sjaldan böggað mig, ég er hreinlega orðin vanur reykingafólki í kring um mig. Hins vegar er ég alveg á því að það eigi að banna reykingar á skemmtistöðum, og fylgja slíku banni eftir á tónleikum. Nógu þungt loft getur verið þar fyrir, plús sviti og jafnvel reykur þó svo að maðurinn við hliðina á manni sé ekki að reykja framan í mann í þokkabót.
Hins vegar er ekki laust við að ég sakni Mokka-ilmsins, samblöndunni af tóbaks- og kaffilykt, þessa sérstaka Mokka-andrúmslofts.

Einar/Baldvin sagði...

Banna þetta, banna hitt. Banni banni banni bann

Una sagði...

Ég hef farið oftar á Mokka eftir að reykingar voru bannaðar þar, einmitt þess vegna.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.