mánudagur, apríl 30, 2007

Eitt ríki eða tvö? Avnery vs Pappe

Fjandi leiðinlegt að missa af þessu: Uri Avnery og Ilan Pappe munu mætast og rökræða um tveggja- eða eins ríkis lausnina á deilu Ísraela og Palestínumanna á opnum fundi. Raunar fer þetta fram í Ísrael og ekki ólíklegt að það verði á hebresku.
Pappe mælir með einu ríki en Avnery tveimur, miðuðum við landamærin fyrir 1967. Þeir hafa einnig átt í ritdeilu um sama efni: Avnery gagnrýnir Pappe og félaga og rökstyður tveggja ríkja lausnina í greininni The Bed Of Sodom og Pappe svarar honum í greininni
Looking for alternatives to failure: An answer to Uri Avnery. Dæmi svo hver fyrir sig.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.