N-Írland: Nýrri þjóðstjórn fagnað
Þetta eru í sjálfu sér ágætar fréttir.
Tony Blair lýsir sig hæstánægðan með niðurstöðuna. Ætli menn séu að átta sig á mikilvægi þess að fulltrúar flokka með meirihlutafylgi eigi sér málsvara í stjórninni, ef hún á að vera verðugur fullrúi þjóðarinnar og ef friður á að geta haldist? Það væri þá óskandi að þeir beittu þeim sömu gleraugum á þjóðstjórn Palestínumanna. Það virðist hins vegar ekki vera sama hvort um er að ræða Jón eða Séra Jón.
Við fyrri færslu um þjóðstjórnina má bæta að ég er sérlega ánægður með að Dr. Mustafa Barghouti sé orðinn upplýsingamálaráðherra.
2 ummæli:
Sæll Einar Steinn, fann myndina "Tragedy in the holy land" ókeypis á netinu.
Hérna er hlekkurinn:
http://www.informationclearinghouse.info/article13199.htm
Danke schön. Vésteinn á samt að eiga hana einhvers staðar.
Skrifa ummæli