þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Planet Earth

Ég mæli eindegið með með Planet Earth sem RÚV er að sýna núna. Klassa- náttúrulífsþættir frá BBC. Þátturinn sem ég sá nefndist Ísheimar og var sérlega heillandi. M.a. var fjallað var um ísbirni, rostunga og mörgæsir. Myndatakan, náttúrufegurðin og dýralífið var einstakt. Sérstaklega var litið til áhrif hlýnandi loftslags á afkomu ísbjarnarins og er það eitthvað sem allir mega taka til sín, ef þeim er þá ekki skítsama um afkomu dýrsins.

Stundum finnst mér eins og þessháttar gildi vilji hverfa til hiðar í nútímasamfélagi, að tal um náttúrufegurð og tign, og mikilvægi þess að vernda náttúruna þyki hjáróma lýrískt þrugl. Ég hvet fólk til að horfa á þætina og velta fyrir sér: Vil ég að þetta skaðist? Vil ég að þetta deyi?

Eitt er það dýr sem mér hefur alltaf þótt bera af í ægifegurð, mikilfengleik og þokka og þótt þeim mun sorglegra að sé í útrýminghættu. Það er hvíta tígrisdýrið.

Ég skelli því hér mynd af hvítum Síberíutígri. Þið getið svo dæmt fyrir ykkur sjálf:

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

http://tippedearclan.wordpress.com/2007/01/10/meet-the-real-captive-bred-white-tiger/

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.