sunnudagur, febrúar 11, 2007

Ömmudóttirin

Brá mér til Gísla í gær þar sem liðið horfði saman á Barbarellu. Þessi mynd er æðisleg, sá hana í fyrsta sinn í fyrra í B-myndaveislu Páls Óskars á
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Mér þótti nokkuð fyndið þegar Hafdís kórsystir sagðist ekki muna eftir upphafsatriðinu. Ég skil nú ekki hvernig nokkur sem hefur séð myndina ætti að geta gleymt því. Horfðum svo á Lost In Translation og hún var góð líka.

Doddi bloggar skemmtilega færslu um kaldhæðni Óla, litla bróður síns, og greinlegt að sver sig í ættina. Það þótti mér líka systurdóttir mín, Katrín Ásta (fjögurra ára) gera í morgun. Þar sem ég lá í rúminu eins og pönnukaka kl. 3 e. hádegi kemur hún og vekur mig á nákvæmlega sama hátt og mútta hefði gert. Segir að það sé kominn dagur, spyr hvort ég ætli að liggja í rúminu í allan dag, kallar mig svefnpurku, segir að ég liggi eins og klessa (eða e-ð í þá áttina) og kommenterar meira að segja á draslið í herberginu mínu. Þetta þótti mér svo fyndið að ég lét undan og skrönglaðist á fætur.

Lög dagsins: LowDown með Tom Waits af plötunni Brawlers(hluti af þríleiknum Orphans: Brawlers Bawlers & Bastards) og Lively Up Yourself með Bob Marley & The Wailers af plötunni Natty Dread.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.