þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Eilitlar hugleiðingar um stúdentapólítíkina

I’m afraid I have a lovely horrorshow pain in me gulliver, O my little brothers. Ég vona að ég sé ekki að fá einhverja bölvaða flensu, en ljóst er að mér líður allt annað en vel i höfðinu. Gæti verið hiti, á eftir að mæla mig. Getur líka tengst þvi að ég er með dáhressilegt kvef, þá aðallega í vinstri nösinni.

Tvennt er það sem angrar mig núna við stúdentapólítíkina. Jæja, raunar fleira (t.d. sandkassapólítík og þess háttar og hvernig allar fylkingarnar sverja hana af sér) en tvennt sem ég vil sérstaklega beina sjónum að að þessu sinni.
Annars vegar er það sú leiða tilhneyging að birta annaðhvort ekki upplýsingar á ensku eða öðrum erlendum málum fyrir erlenda stúdenta, eða að birta í besta falli einhvers konar úrdrátt á ensku, þar sem birtast helstu hugmyndir þegar best lætur.
Þessi tilhneyging finnst mér bera vott um snobb niður á við, og anga af pólítískri réttsýni, hvort sem það er meðvitað eður ei. Eins og það sé verið að hafa þetta á ensku út af því að félögin þurfi þess, fremur en út af því að þau beri hagsmuni stúdenta svo fyrir brjósti að allir geti fengið jafn miklar og nákvæmar upplýsingar um hvað um er að vera. Er það ekki annars réttur stúdenta að hafa jafnan aðgang að upplýsingum? Eiga nemendafélögin ekki að heita málsvarar og fulltrúar þeirra?
Nú hef ég aðeins fengið heimsókn frá Vöku í tímum mínum í ensku þetta árið. Sló það strax í augu að einn af þremur talsmönnum ætlaði ekki að beita fyrir sig ensku og hafði það fyrir afsökun að hann væri ekki nógu sjóaður í henni. Þetta er aum afsökun, eiginlega til háborinnar skammar. Ef þessi einstaklingur talar ekki nógu góða ensku til að geta tjáð sig við nemendur, hvað þá í enskudeild, þar sem þess er brýn þörf, ætti Vaka kannski að hugleiða að senda fremur fulltrúa sem getur það. Ef Nemendafélögin vilja stuðning erlendra nema væri kannski rétt að byrja á því að koma fram við þá sem jafningja og veita þeim upplýsingar á við aðra nemendur.

Enskudeildin er svo eflaust sú deild sem fær einna minnst fé núna og við höfum ekkert fastahúsnæði. Á meðan fáum við lýsingar frá Vöku að Læknadeildin hafi það meira eða minna eins og blómi í eggi miðað við okkur. Vaka var heldur ekki að skora prik þegar fulltrúi hennar hélt að Humanistic Department væri mannfræðideild. *Úff*. Auk þess hefði maður haldið að félögin ætti að hafa nóg af fólki á sínum snærum sem kann almennilega ensku til að þýða upplýsingar alemnnilega, og jafnvel fólk sem gæti þýtt yfir á önnur tungumál, ef út í það er farið. Nóg hefur það alla vega af áróðursliði til að angra mann með símhringingum, (verður þó að játast að ég hef verið blessunarlega laus við hringingarnar þetta árið, blíðuhótum og almennum sleikjuskap.

Hitt sem mér leiðist er einmitt sleikjuskapurinn. Það er náttúrulega ekkert óeðlilegt að fólk smyrji ofan á vinarþelið þegar ksoningar nálgast og pólítískir hagsmunir þess eru í húfi. Stundum tjáir fólk sig við mann sem annars myndi ekki hirða um að yrða á mann, aðrir sem eru kannski vinveittir fyrir en þurfa að klína þessari auka skán ofan á. Oft vill þetta raunar gerast ómeðvitað en þetta getur orðið illbærilegt til lengdar.

...

- Segi ég sem nefni varla svo Háskólakórinn við fólk að ég læði því ekki að að kórinn var að gefa út geisladiskinn Í hendi þinni fyrir jól, að hann fæst í Bóksölu Stúdenta og 12 Tónum og kostar 2000 kr. Sko, ég var að því í þessum skrifuðu orðum og með þessu líka fallega skáletri.
Yðar einlægur Hýpókrýtos hefur talað.

PS Án gríns megið þið gjarnan kaupa eintak af disknum. It very nice. I like.

1 ummæli:

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Merkilegt að fá kvef í aðra nösina en ekki hina.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.