sunnudagur, janúar 07, 2007

Kjarnorkuárás á Íran?



Mér láðist að óska lesendum þessa bloggs gleðilegs árs þegar það nýja ran í garð, en ég vil þakka þeim fyrir árið og óska þeim alls hins besta á nýju ári.

Ekki get ég þó sagt að ofangreind frétt sé til þess að auka vonirnar á slíku, ef satt reynist. Þetta er vægast sagt óhugnarlegt. Guð minn almáttugur, ég vona og bið að jafnvel Ísraelsstjórn sé ekki svona galin! Það hjálpar hins vegar ekki að kjarnorkumál landsins séu í höndunum á rasistanum og fasistanum Avigdor Lieberman.

Margt annað brennur mér á hjarta og ég á eftir að skrifa um. Efast um að ég nenni að vera með eitthvað massa uppgjör við árið. Í sem fæstum orðum: Hvað persónulega hagi varðar hefur þetta á heildina litið verið gott ár og gæfuríkt. Ég hef átt góðar stundir með góðu fólki, eignast góða vini og félaga, ferðast, lesið góðar bækur, séð góðar myndir, farið á tónleika, fyrirlestra, pólítíkast og tilhugalífið hefur haft sínar uppsveiflur þó yðar einlægur sé einnig yðar einhleipur sem stendur, o.s.frv. os.frv.. Ferðalög ársins verða að teljast Finnlandsferðin með kórnum, Road-tripið/pílagrímsferðin okkar Dodda og Kristjáns, Ólafsvökuferð til Færeyja og Ferð Tröllavinafélagsins á Snæfellsnes. Meðal eftirminnilegustu atburðanna var til dæmis gangan með Ómari. Bestu tónleikarnir hafa vafalaust verið Nick Cave & The Bad Seeds, Iggy Pop & The Stooges og tónleikar Háskólakórsins. HAM voru geðveikir líka og Innipúkinn fínn, þar stóðu Television, Mugison og Rass upp úr. Margt fleira var brallað og er marksvert en áhugasamir geta skoðað gamlar færslur eða rabbað við mig ef þeir eru forvitnir.

Hugsa að ég bloggi sér um aftöku Saddams Hussein og jólin hjá mér. Eins og er þarf ég að trunta mér áfran við lestur bókarinnar Escaping The Delta: Robert Johnson and the Invention of The Blues, en ég skráði mig í hraðkúrsinn "Arfleið Deltabúsarans Robert Johnson og inngangur að samberandi tónlistarfræði" og er fyrsti tíminn á morgun. Þetta er vel skrifuð og fróðleg bók og býsna skemmtileg, en sækist þó hægt. Hef verið að hlusta á þrjá meistara í dag, Robert Johnson, Skip James og plötuna Loftmynd með Megasi.

Uh... já, svo fékk ég líka úr prófunum. Náði öllu. 5 í málvísindum, 6,5 í Kvikmyndahátíð, 7 í kvikmyndafræði og 7,5 í Breskum bókmenntum II. Gamað að því (þó að ég hefði svo sem ekekrt haft á móti því að fá hærra í sumu).

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.