miðvikudagur, janúar 31, 2007

Handboltinn

Alla jafna horfi ég ekki mikið á íþróttir, en límist þó yfir landsleiknum og hvet mína menn, „strákanna okkar“ áfram af miklum móð. Hrópaði hástöfum á sjónvarpið með adrenalínflæðið í botni.
Eins og þeir gætu heyrt í mér.
„ÚT MEÐ DÓMARANN!“ „ERTU BLINDUR MANNHELVÍTI???!!!“ „JESSSS!!!“ „ÉG TRÚI ÞESSU EKKI!“ og þar fram eftir götum. Þannig þótti mér leiðinlegt hvernig fór með Úkraínu en fagnaði þeim mun frekar leik „strákanna“ við Frakka. Það er reyndar einn mest spennandi handboltaleikur se még hef horft á. „Við“ rúlluðum upp hverju markinu á eftir öðru. Íslenski markvörðurinn (Hvaðhannheitríkur) var ótrúlegur, t.d. þegar hann varði mark í loftinu og dró saman arma og fætur um leið.
Allt í allt þykir mér íslenska handknattleiksliðið hafa staðið sig eins og hetjur. Ósigurinn við Dani kom vissulega við kaunin á þjóðarsálartetrinu en ég get ekki sagt að ég missi svefn yfir því. Íslenskir bisnissmenn eru hvort eð er að leggja undir sig Danmörku, múhúhaha!

...

Ég get aldrei varist þeirri hugsun með kaup Baugs á Magasin Du Nord að þeir kumpánar hafi setið á fundi, verið að reykja, spjalla og velta vöngum uns einn segir allt í einu: "Hey, strákar... ég er með hugmynd... hversu margir ykkar hafa séð Olsen Banden?"

Tilraunafærsla

Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti.

Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti.

Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti. Texti texti texti og texti.

fimmtudagur, janúar 25, 2007

For Those About To Rock...



AC/DC - "For Those About To Rock"


... We Salute You

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Unnið er að lagfæringum á síðunni og má búast við allskyns útlitsrugli á meðan það stendur yfir.

Kveðja,
Bastarður andaktugsvinur

sunnudagur, janúar 21, 2007

But I’m a million different people from one day to the next...



The Verve - „Bitterweet Symphony“

sunnudagur, janúar 07, 2007

Kjarnorkuárás á Íran?



Mér láðist að óska lesendum þessa bloggs gleðilegs árs þegar það nýja ran í garð, en ég vil þakka þeim fyrir árið og óska þeim alls hins besta á nýju ári.

Ekki get ég þó sagt að ofangreind frétt sé til þess að auka vonirnar á slíku, ef satt reynist. Þetta er vægast sagt óhugnarlegt. Guð minn almáttugur, ég vona og bið að jafnvel Ísraelsstjórn sé ekki svona galin! Það hjálpar hins vegar ekki að kjarnorkumál landsins séu í höndunum á rasistanum og fasistanum Avigdor Lieberman.

Margt annað brennur mér á hjarta og ég á eftir að skrifa um. Efast um að ég nenni að vera með eitthvað massa uppgjör við árið. Í sem fæstum orðum: Hvað persónulega hagi varðar hefur þetta á heildina litið verið gott ár og gæfuríkt. Ég hef átt góðar stundir með góðu fólki, eignast góða vini og félaga, ferðast, lesið góðar bækur, séð góðar myndir, farið á tónleika, fyrirlestra, pólítíkast og tilhugalífið hefur haft sínar uppsveiflur þó yðar einlægur sé einnig yðar einhleipur sem stendur, o.s.frv. os.frv.. Ferðalög ársins verða að teljast Finnlandsferðin með kórnum, Road-tripið/pílagrímsferðin okkar Dodda og Kristjáns, Ólafsvökuferð til Færeyja og Ferð Tröllavinafélagsins á Snæfellsnes. Meðal eftirminnilegustu atburðanna var til dæmis gangan með Ómari. Bestu tónleikarnir hafa vafalaust verið Nick Cave & The Bad Seeds, Iggy Pop & The Stooges og tónleikar Háskólakórsins. HAM voru geðveikir líka og Innipúkinn fínn, þar stóðu Television, Mugison og Rass upp úr. Margt fleira var brallað og er marksvert en áhugasamir geta skoðað gamlar færslur eða rabbað við mig ef þeir eru forvitnir.

Hugsa að ég bloggi sér um aftöku Saddams Hussein og jólin hjá mér. Eins og er þarf ég að trunta mér áfran við lestur bókarinnar Escaping The Delta: Robert Johnson and the Invention of The Blues, en ég skráði mig í hraðkúrsinn "Arfleið Deltabúsarans Robert Johnson og inngangur að samberandi tónlistarfræði" og er fyrsti tíminn á morgun. Þetta er vel skrifuð og fróðleg bók og býsna skemmtileg, en sækist þó hægt. Hef verið að hlusta á þrjá meistara í dag, Robert Johnson, Skip James og plötuna Loftmynd með Megasi.

Uh... já, svo fékk ég líka úr prófunum. Náði öllu. 5 í málvísindum, 6,5 í Kvikmyndahátíð, 7 í kvikmyndafræði og 7,5 í Breskum bókmenntum II. Gamað að því (þó að ég hefði svo sem ekekrt haft á móti því að fá hærra í sumu).

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.