miðvikudagur, janúar 31, 2007

Handboltinn

Alla jafna horfi ég ekki mikið á íþróttir, en límist þó yfir landsleiknum og hvet mína menn, „strákanna okkar“ áfram af miklum móð. Hrópaði hástöfum á sjónvarpið með adrenalínflæðið í botni.
Eins og þeir gætu heyrt í mér.
„ÚT MEÐ DÓMARANN!“ „ERTU BLINDUR MANNHELVÍTI???!!!“ „JESSSS!!!“ „ÉG TRÚI ÞESSU EKKI!“ og þar fram eftir götum. Þannig þótti mér leiðinlegt hvernig fór með Úkraínu en fagnaði þeim mun frekar leik „strákanna“ við Frakka. Það er reyndar einn mest spennandi handboltaleikur se még hef horft á. „Við“ rúlluðum upp hverju markinu á eftir öðru. Íslenski markvörðurinn (Hvaðhannheitríkur) var ótrúlegur, t.d. þegar hann varði mark í loftinu og dró saman arma og fætur um leið.
Allt í allt þykir mér íslenska handknattleiksliðið hafa staðið sig eins og hetjur. Ósigurinn við Dani kom vissulega við kaunin á þjóðarsálartetrinu en ég get ekki sagt að ég missi svefn yfir því. Íslenskir bisnissmenn eru hvort eð er að leggja undir sig Danmörku, múhúhaha!

...

Ég get aldrei varist þeirri hugsun með kaup Baugs á Magasin Du Nord að þeir kumpánar hafi setið á fundi, verið að reykja, spjalla og velta vöngum uns einn segir allt í einu: "Hey, strákar... ég er með hugmynd... hversu margir ykkar hafa séð Olsen Banden?"

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.