miðvikudagur, janúar 04, 2006

Hreingerning Einars, pars secundus
Sjaldnar kemur maður gleggra auga á það hvað maður á mikið af drasli og hafurtaski og þegar maður er að taka til. Gallinn er að flest af því vill maður eiga, geta haldið til haga, gengið að því vísu alla vega, og dágóðan slatta vill maður hafa í herberginu. Í mínu tilfelli er enda allt í drasli annars staðar og hillur fullar, vilji ég setja dótið þar, eða ekki á mínu yfirráðasvæði. Herbergið mitt er of lítið til að rúma allt sem ég myndi vilja hafa þar, umfram allt eru ekki nægar hillur. Það er líka eins og að draslinu fjölgi þegar maður ætlar að koma reglu á það, eins undarlega og það kann nú að hljóma. Nú þarf að vera pláss fyrir núverandi skólabækur, eins er gott að geta gripið til annara í ensku, sum ritsöfn vill maður hafa saman og blablabla. Grmbl. Þetta streð getur gert mann gráhærðan...

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.