The Grapes Of Wrath
Í lauk ég við að lesa The Grapes of Wrath eftir John Steinbeck. Bloggaði ég síðast um lestur hennar 8. september í fyrra. Það er alltaf furðuleg tilfinning þegar maður klárar góða bók. Annars vegar tilfinningin að maður hafi afrekað eitthvað, hins vegar einhver missir, þegarmaður er núna búinn með hana. Og þegar maður hefur verið niðursokkinn í bók og hrifist með henni, veit maður ekki alveg hvað maður á að segja um hana. Manni finnst það einhvern veginn aldrei nálgast þau hughrif sem maður upplifði við lestur hennar. Enda væri víst í senn hægt að finna nokkur orð eða hundrað. Mér þykir ekki undarlegt að þessi bók hafi fengið Pulitzer-verðlaun og að Steinbeck hafi hlotið nóbelsverðlaun, þá ekki síst fyrir þetta mikla verk, söguna af Joad-fjölskyldunni og öllum þeim bændafjölskyldunum sem voru reknar af landi sínu í kreppunni, seldu búslóð sína fyrir bílgarma og héldu í leit að fyrirheitna landinu. Miklar þjóðlífslýsingar og náttúrulýsingar prýða bókina. Persónurnar verða lifandi og eftirminnilegar. Þessi saga er uppfull af réttlátri og logandi reiði gagnvart kúgurum fólksins og gagnvart því ótrúlega hatri, miskunarleysi og fordómum sem það mætir, þar sem heilu fjölskyldurnar þreyja þorran eða svelta vegna þess að þeim er ekki komið til hjálpar, fá ekki vinnu eða mannsæmandi laun, geta ekki fengið mat handa sveltandi barni sínu og matnum er fremur fleygt eða beitt í eldsneyti en að hungrað fólkið fái að borða hann, svo hægt sé að halda verðinu uppi.
Sagan er þó um leið óður til mannlegrar reisnar, um viðleitni hans og kraft til að berjast mót ofurefli, sköpunarkraft hans og mikilvægi manngæsku og samstöðu, sést það best í því hvernig flóttafólkið kemur fram við hvert annað og hvernig það reynir að þrauka við erfiðustu aðstæður.
Eins og ég hef áður skrifað, tók nokkurn tíma fyrir mig að komast inn í bókina, hún virkaði ekkert léttmeti, en hún vann sannarlega á. Maður lærir betur og betur að meta stíl Steinbecks eftir því sem maður les áfram. Ég gæti eflaust tínt eitthvað meira til, og margt fleira myndi maður vilja segja en maður óttast alltaf að spilla lestri fyrir verðandi lesendum. Sjálfum finnst mér þetta vera bók sem fólk verði að lesa.
Spurning svo hvað maður les næst. Sýnist Íslenzkur aðall eftir Þórberg Þórðarson lofa góðu. Eins sýnist að ég muni hafa gaman að High Fidelity, eða einhverju öðru eftir Nick Hornby. Svo fer auðvitað skólinn að byrja og nóg að lesa þar, kannski ekki vitlaust að vera búinn að undirbúa sig. Það er eins og vinkona mömmu orðaði það "So many books, so little time" ;
Að lokum má ég til með að skella hér einni góðri tilvitnun úr The Grapes of Wrath(VARÚÐ, MÖGULEGUR SPILLIR):
They sat silent in the coal-black cave of vines. Ma said, “How’m I gonna know ‘bout you? They might kill ya an’ I wouldn’ know. They might hurt ya. How’m I gonna know?"
Tom laughed uneasily, “Well, maybe like Casy says, a fella ain’t got a soul of his own, but on’y a pice of a big one – an’ then –"
“Then what, Tom?”
“Then it don’ matter. Then I’ll be all aroun’ in the dark. I’ll be ever’where – wherever you look. Wherever they’s a fight so hungy people can eat, I’ll be there. If Casy knowed, why, I’ll be in the way guys yell whn they’re mad an’ – I’ll be in the way kids laugh when they’re hungry an’ they know supper’s ready. An’ when our folks eat the stuff they raise an’ live in the houses they build, why, I’ll be there....”
fimmtudagur, janúar 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli