Af stefnu DV og afleiðingum hennar
Það eru sorglegar fréttir sem maður heyrir, um manninn sem DV var með forsíðufrétt um, að hann væri meintur nauðgari. Sem kunnugt er, svipti maðurinn sig lífi og sagði í bréfinu sem hann skildi eftir að hann gæti ekki staðið undir þessari atlögu fjölmiðla.
Ég veit ekki hvort ég sé tilbúinn til að kenna DV um dauða þessa manns, eða hvort ég myndi yfirleitt treysta mér til slíks. Ef svo væri, hugsa ég að það yrði það líklega í hæsta lagi óbeint eða af gáleysi.
DV hefur hins vegar marg oft gerst sekt um að dæma menn án forsendna. Í þessu tilviki sem öðrum höfðu ekki þær upplýsingar til að geta sagt til um hvort hann var sekur eða saklaus. Með því að birta frétt með mynd um "meintan nauðgara" er maðurinn berskjaldaður fyrir alþjóð. Hann fær á sig stimpil DV og í huga margs fólks sem alla vega "mögulegur nauðgari", áður en neitt hefur verið réttað í máli hans. Þegar maður er svona brennimerktur, er mannorð hans þegar svert.
Almenningur treystir ekki manni sem "gæti verið" nauðgari, jafnvel þó hann yrði fundinn saklaus undir lögum. Hann hefur fengið á sig stimpil.
Hér skiptir í raun ekki máli hvort maðurinn reynist seinna saklaus eða ekki. Það breytir engu um hlut DV. Þeir eru jafn sekir um að mynda sér skoðun án haldbærra sannana, og flagga henni fyrir almenning.
Ég hvet fólk til að taka þátt í áskorun til DV að þeir endurskoði ritstjórnarstefnu sína. Þeir sem vilja gera það geta skráð sig á www.deiglan.is/askorun
fimmtudagur, janúar 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli