Í gær var alþjóðlegur samstöðudagur með Palestínu. Um kvöldið voru styrktartónleikar, til styrktat Öryrkjabandalagi Palestínu. Á tónleikunum spiluðu Jakobínarína, Þórir AKA My Summer As A Salvation Army Soldier, Siggi úr Hjálmum, Reykjavik! og Mr. Silla. Allir tónlistarmennirnir gáfu tónlist sína til stuðnings framtakinu.
Þessir tónleikar voru einstaklega vel heppnaðir. Efri hæðin, þar sem tónleikarnir fóru fram, var troðfull, að giska 250-300 manns voru þar saman komin. Og það á þriðjudegi! Rétt í þessu var ég að lesa á heimasíðu félagsins að alls hefðum við safnað 197.400 krónum. Var það einnig gegn um sölu á sérhönnuðum bolum og peysum, sem Sara og Tolli hjá Nakta apanum og Jón Sæmundur hjá Dead hönnuðu, merkjum og kafíum. Ég tók þátt í Ég vil vekja athygli á að enn er eitthvað af bolum eftir til sölu Sveinn Rúnar er nýkominn frá Palestínu og hélt öflugt erindi um ástandið þar. Það var frábær stemmning og manni þótti vænt um þá gífurlegu samstöðu sem maður skynjaði á þessum tónleikum. Við vorum að vonum alsæl með hvernig til tókst. Söfnunin til styrktar öryrkjum í Palestínu heldur áfram, og ef þið viljið leggja henni lið getið þið lagt fé inn á bankareikning 542-26-6990 (kt 520188-1349) - merkt "Öryrkjar í Palestínu".
fimmtudagur, desember 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli