Gleðilegan fullveldisdag!
Í dag hefur ANSWER boðað til alsherjarverkfalls í Bandaríkjunum til að mótmæla stríðinu í Írak. Er tilefnið einnig að 50 ár eru liðin frá því að Roasa Parks neitaði að gefa eftir sæti sitt í strætisvagni og láta hvítann mann fá það í staðinn. ANSWER hefur byggt upp mikið fylgi og unnið stóra sigra undanfarið og nú tefla þeir djarft, annað hvort munu þeir græða mikið eða tapa mikið, eftir því hvernig fer. Ég þori því miður ekki að búast við of miklu, en óska þeim alls hins besta. Nú er einungis að bíða og sjá.
Einnig vil ég benda áhugasömum á að Háskólakórinn syngur tvö lög í hátíðarsal í aðalbyggingu Háskólans á morgun á hátíðardagskrá rektors.
fimmtudagur, desember 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli