Kötturinn minn mjálmar sáran fyrir utan. Það er víst kominn tími á að hleypa henni inn.
Um daginn hleypti ég henni út þegar hún mjálmaði hástöfum á mig og mændi á mig bænaraugum. Ég settist við tölvuna og varla voru liðnar fimm mínútur þegar ég heyri MJAAAAAÁÁÁÁ á glugganum. Hleypti ég henni þá inn. Nokkru síðar hlýtur pabbi að hafa hleypt henni inn því enn einu sinni rekur hún upp skerandi mjálm og hleypi ég henni þá inn í annað sinn. Pamína hefur vanist á það að fara inn-út inn-út hvenær sem henni hentar. Atburðir eins og þessir eru daglegt brauð. Pamína mín er gáfaður köttur. Hún veit að erum hér til þess eins að þjóna henni. :)
laugardagur, nóvember 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli