Ariel Sharon hefur stofnað nýjan flokk og klýfur sig frá Likud-bandalaginu. Að þetta sé „friðarflokkur“ finnst mér ámóta líklegt og að CIA stundi ekki pyntingar, og það á sama tíma og að Cheney vill að slakað verði á banni við pyntingum, eða að apar fljúgi út um afturendann á mér, því er nú verr og miður. Fyrrum hershöfðinginn og stríðsglæpamaðurinn Sharon hefur hingað til ekki beinlínis sýnt mikinn vilja í verki í friðarefnum. Reynslan hefur fremur kennt manni að taka öllum orðum Sharons um "frið" með fyrirvara, svo ekki sé meira sagt. Fremur en að hlusta á hvað hann SEGIR ætti maður að horfa á hvað hann GERIR. Meistari Uri Avnery hefur skrifað um kosningarnar í verkamannaflokknum, friðarhorfur og hvaða áhrif það myndi hafa ef Sharon stofnaði nýjan flokk, eins og hann hefur nú gert. Nýjasta greinin um þetta nefnist Plucking the Daisy og mæli ég með því að þið lesið hana. Þá mæli ég einnig með eldri greinum hans, þar sem hann fjallar um Peretz og framboð hans: Peretz is not Peres og A Great Miracle
Loks mæli ég mjög með afburða fyrirlestri sem Avnery hélt í Berlín, á ráðstefnu um mikilvægi þess að ala upp börn fjarri ofbeldi. Nefist hann War is a State of Mind.
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli