Alltaf magnast óhugnaðurinn;BANDARÍKJAHER BEITTI FOSFÓRI Á ÍBÚA FALLUJAH. Þetta hefur verið staðfest af varnarmálaráðuneyti Bandaríkjamanna. Segir talsmaður að fyrri yfirlýsingar, þar sem þessu var staðfastlega neitað, hafi byggst á ófullnægjandi og misvísandi upplýsingum etc. Skemmtilelgt orðalag yfir helberar úrþvættis lygar. Einnig segir hann að fosfór „flokkist ekki undir efnavopn“. Sérfræðingar hafa ráfað í villu. Sama má segja um vitnisburð fyrrum bandarískra hermanna sem leggja þunga áherslu á að þetta sé efnavopn. Þeir sögðu líka að vopnin hefðu beinst gegn óbreyttum borgurum. Gott að varnarmálaráðuneitið leiðrétti villu þeirra, sérlega í ljósi þess hvað við getum treyst þeim í ljósi fyrri yfirlýsinga. *hóst* Hentugt fyrir Bandaríkin að hafa ekki skrifað undir sáttmála um bann við notkun fosfórs. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds á meðan ég hlýddi á lýsingar fyrrum hermannanna á aðgerðunum í fréttunum áðan, og brotin sem maður sá úr heimildamyndinni "Fallujah, The Hidden Massacre". Það var annað sem hermennirnir minntust á, hvernig reynt var að breiða yfir þetta.
Fréttamenn nmega einnig sannarlega vita upp á sig sökina, það litla sem maður fékk að heyra af þessu einkenndist af óljósum fréttum um baráttu "landvarnaliðsins" við "uppreisnarseggi". Eins þykist ég muna að hafa heyrt orð á borð við "ofstopamenn", "ofbeldismenn", "uppreisnarseggi" og þess háttar og virtist ekki mikil skil gerð milli þeirra og óbreyttra borgara. Við höfum heldur aldrei fengið að heyra hversu margir féllu þar fyrir hendi innrásarliðsins eða voru örkumlaðir, né fjölda þeirra sem voru handteknir án dóms og laga og pyntaðir. Fólkið sem fékk að snúa aftur", hvað hafði það að snúa aftur til þegar var búið að jafna heimili þeirra við jörðu?
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli