Ég lauk um daginn við smásagnasafnið Men in the Sun eftir arabíska rithöfundinn Ghassan Kanafani. Kanafani var þekktastur á Vesturlöndum sem talsmaður palestínsku frelsishreyfingarinnar en í Miðausturlöndum var hann ekki síður þekktur sem einn fremsti rithöfundur araba. Sögurnar í þessari bók segja frá aröbum, palestínumönnum og einkum flóttafólki.
Ef sögurnar væru einungis pólítík og heimspeki höfundarins yrðu þær líklegast fljótt leiðingjarnar. Sögur Kanafani voru flestar hverjar skrifaðar til að styðja málstað Palestínu en slíkar sögur gætu þó orðið einhliða ef fleira kæmi ekki til. Ghassan Kanafani er meistari í stíl og vefur ýmsum stílbrögðum saman til að skapa meiri áhrif. Sögurnar eru skrifaðar af miklu raunsæi veita manni góða innsýn í umhverfi og hugarheim palestínumanna, flóttafólks sér í lagi og þann harðneskjulega raunveruleika sem það býr við. Hann lýsir af næmni gleði fólksins og sorgum, vonum og grimmum örlögum. Sögurnar eru þannig að maður kemst ekki hjá því að láta þær sig varða, persónurnar og atburðir fá það mikla dýpt og vekja manni mikla samkennd og samúð. Tilfinnigin fyrir föðurlandinu er sérlega genumgangandi og öflugt þema. Eitt af því sterkasta hjá Kanafani er að þó sögurnar lýsi palestínumönnum og tali málstað palestínumanna hafa þær miklu meiri vídd, fólkið verður um leið táknrænt fyrir fólk um allan heim sem hefur kynnst sams konar raunveruleika, flóttafólk, og annað fólk sem hefur upplifað kúgun, ofsóknir og ótta og dreymir um betri kjör.
Þekktasta sagan í bókinni ber sama nafn og smásagnasafnið sjálft. Hún er listilega vel skrifuð af nánast brútal raunsæi og segir frá fjórum flóttamönnum
Sem vonast eftir betra lífi í Kuwait. Hver hefur sína sögu sem gert er vel grein fyrir og sem sagan fylgir atburðarásinni, er einnig skyggnst í hug mannanna þar sem þeir hugsa til baka og fram á veginn. Þeir leggja allir líf sitt í hendur vörubílstjórans Abu Quias sem mun smygla þeim yfir landamærin og þeir verða að fela sig í vatnstanki bílsins í brennandi sólinni, þar sem þeir ná vart andanum. Ég vil ekki segja fremur frá sögunni, af ótta við að spilla henni fyrir væntanlegum lesendum, en get sagt ykkur að hún þykir ein sú besta sem komið hefur úr arabískum bókmenntum og var kvikmynduð 195. undir nafniu The Deserted. Ég held að ég geti tekið ýmsum sem hafa sagt að Kanafani hefði getað fengið nóbelinn ef honum hefði enst lengur aldur, en
hann var myrtur af ísralsku leynisþjóunstunni, Mossad árið 1972. Sprengju hafði verið komið fyrir í bílnum hans og þar fórust hann og frænka hans.
A letter from Gaza , síðasta sagan í bókinni kallaði fram tárin í augum mér, snart mínar innstu hjartarætur. Ég læt hér fylgja smá brot:
...When I went on holiday in June and assembled all my posessions, longing for the seet departure, the start towards those little things wich give life a nice, bright meaning, I found Gaza just as I had known it, closed like the introverted lining of a rusted snail-shell thrown up by the waves on the sticky, sandy shore by the slaugterhouse. This Gaza was more crampled than the mind of a sleeper in the throes of a fearful nightmare, with its narrow streets wich had their particular smell, the smell of defeat and poverty, its houses with their bulging balconies ... this Gaza! But what are the obscure causes that draw a man to his family, his house, his memories, as a spring draws a small flock of mountain goats? I don’t know. All I know is that I went to my mother in our house this morning. When I arrived my late brother’s wife met me there and asked me, weeping, if I would do as her wounded daughter, Nadia, in Gaza hospital wished andvisit her that evening. Do you know Nadia, my brother’s beautiful daughter? ...
Ég óttast að ef ég ætti að segja meira frá sögunni, myndi ég spilla fyrir lesandanum þeim hughrifum sem hann gæti upplifað við lestur hennar. Ég hvet því lesendur mína til að lesa þessa bók.
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli