þriðjudagur, júlí 12, 2005

Michel Chossudovsky, prófessor í hagfræði við háskólann í Ottowa og Formaður Centre for Research on Globalization (CRG) skrifar öfluga grein um Live-8 tónleikana, fund iðnríkjanna og hvað býr að baki. T.d. féð sem rennur til styrktaraðilanna, minnkuð útgjöld til þróunaraðstoðar, kröfu um einkavæðingu; að gefa vestrænum stórfyrirtækjum frjálsar hendur að sölsa undir sig tekjulindir og opinberar stofnanir, svo sem skóla og sjúkrahús og fjármagnið sem mun renna úr löndunum í stað þess að fara í uppbyggingu þeirra. Lítið hefur farið fyrir þessum þáttum í íslenskum fjölmiðlum og raunar víðar. Ég hvet ykkur eindregið til að lesa þessa grein. Vissulega held ég að HÆGT væri að aflétta skuldum þessara ríkja og í raun er nóg fé í heiminum til að enginn þurfi að líða skort. Spurningin er bara hvort við viljum það. Hagmunaaðilar hvers brauð felst í annars nauð og dauða eru ekki líklegir til aðumturnast skyndilega í góðviljaða frelsisengla, því er nú verr og miður. En það má ekki draga úr von okkar hinna, sem viljum virkilega að fátækt og skuldir verði afnumdar, að slíkt sé framkvæmanlegt þó þessir aðilar muni ekki gera það.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.