Ég óska Atla hjartanlega til hamingju með hinn frábæra þátt „Úr alfaraleið”, sem fluttur var á Rás 1 í útvarpinu í dag. Var hann helgaður suðurþýsku jóðli og suðurþýskri menningu. Það er langt síðan að ég hef heyrt jafn góðan og skemmtilegan þátt í útvarpinu. Unaðsleg og fjörug tónlistin yljaði mínu gamla hjarta. Í anda var ég kominn til Alpanna, kneyfandi þýskt öl og ég stóð mig af því að taka nokkur létt spor við tónlistina. Fróðleikur Atla um menninguna var afar áhugaverður og skemmtilegur og flutti Atli hann af alkunnri fagmennsku sinni, snyrtileika og sinni skýru og þýðu rödd. Þátturinn verður endurtekinn á laugardagskvöld og verða 2 aðrir, að mig minnir. Ég þakka kærlega fyrir mig, Atli. Þú stendur þig með mestu ágætum og ég hlakka til að heyra meira.
fimmtudagur, júlí 28, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli