miðvikudagur, júní 08, 2005

Iron Maiden



Ég fór á Iron Maiden í Egilshöll í gær ásamt Vésteini, Telmu, Ara og Bessa frændum mínum og vinum Vésteins, Markúsi og Maren frá Þýskalandi. Byrjuðum að hita okkur upp um fimmleitið og tókum svo taxa í Egilshöll um átta. Ég var í rifna Iron Maiden-bolnum mínum. Tónleikarnir voru í einu orði sagt geðveikir. Strax frá upphafstónum Murders in the Rue Morgue vissi maður að þetta yrði einstakt kvöld. Þeir léku lög af fyrstu fjórum plötunum; Iron Maiden, Killers, Number Of the Beast og Piece of Mind. Hljómsveitin var í sínu besta formi, spilaði óaðfinnallega, gaf allt í þetta. Þéttari en andskotinn og spilagleðin ljómaði af þeim. Hver klassíkin rak aðra, þetta var yndislegt! Sanctuary, Prowler, Remember Tomorrow, Phantom of the Opera, Running Free, Iron Maiden, Wrathchild, The Trooper, Die With Your Boots On og fleiri. Stemmningin í salnum var líka rífandi og reis hæst í Run To the Hills, Number of the Beast og Hallowed Be Thy Name. Eddie fór líka mikinn, fyrst uppblásinn af fyrstu plötunni og svo gangandi risi af Piece of Mind. Rifni Maiden-bolurinn minn endaði svo sem Maiden-vestið mitt. Las mér svo til ánægju að Rás 2 hafi tekið upp tónleikana og muni útvarpa þeim bráðlega.

Oh, well, wherever
wherever you are
Iron Maiden’s
gonna get you
No matter how far
See the blood flow,
Watching it shed
Up above my head
Iron Maiden wants you for dead

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.