Hið íslenska tröllavinafélag
Ég smelli hlekk á heimasíðu Hins íslenska tröllavinafélags, hægra megin á síðunni. Hið íslenska tröllavinafélag er félag áhugamanna og vildarvina trölla og hvet ég áhugasama til að kynna sér félagið og vonandi að fleiri nýir félagar bætist við. Öllum er velkomið að ganga í félagið eða skrá sig úr því. Ég er sjálfur meðlimur í félaginu.
Meðal annars hafa verið vettvangsferðir á tröllaslóðir, haldin myndakvöld og skemmtikvöld auk þess sem tröllafræði eru ígrunduð. Næsta ferð verður 25. júní. Hvet ég svo fólk til að skrá sig í félagið. Ársgjaldið er 1500 krónur, sem veitir afslátt í ferðir auk þess sem félagsmeðlimir fá þá hið stórglæsilega tölubað Tröllafrétta sent í pósti. Allir eru velkomnir á kvöldin og í ferðirnar en það er dýrara fyrir þá sem ekki eru meðlimir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli