Skemmti mér konunglega á Eddie Izzard í gær. Eddie er það einkar lagið að geta séð spaugilegar hliðar á ólíklegustu hlutum og að geta skipt úr einu yfir í annað, og svo aftur á byrjunarreit eða e-ð út í bláinn og er alltaf jafn fyndinn og skemmtilegur. Þorsteinn Guðmundson og Pétur Kristjánsson hituðu upp og þeir voru einnig góðir.
Ég gerði góð bókakaup um daginn, annars vegar keypti ég Hvatt að rúnum eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og Tevje kúabónda og dætur hans eftir Sholom Alekheim á bókamarkaði í Perlunni, hins vegar keypti ég Fávitann og Glæp og refsingu eftir Dostojevskí í fornbókabúðinni á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Af þeim er ég nú langt kominn með fyrra bindi Glæps og Refsingar og er mjög hrifinn af henni.
föstudagur, mars 11, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli