fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Ég vona að sem flestir hafi séð Death in Gaza, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu áðan. Ég náði að sjá seinni hlyta hennar. Myndin er bresk og veitir innsýn í daglegt líf flóttafólks í Rafa, syðst á Gazaströndinni. Það var óneitanlega erfitt að horfa á hana og kynnast hörmungunum sem fólk býr við hvern dag. Skelfingunni, óttanum reiðinni og hatrinu sem býr í fólkinu vegna þjáningananna sem eru fastur liður í daglegu lífi þeirra og ofsóknanna sem það þarf að þola.
Talað var við börn og fullorðna, maður horfði á stórvirkar vinnuvélar leggja heimili fólks í og sá fólk hætta lífi sínu til að kasta grjóti í þær. Maður sá menn, konur og börn myrt af ísraelskum hermönnum og palestínsk börn með handsprengur. Einnig var fjallað um trú Palestínumanna á píslarvættið og sigur í dauðanum. Minnistæð eru orð eins skæruliðans um drenginn Ahmed sem hjálpaði þeim: „Ef það væri ekki stríð gengju Ahmed og félagar hans í skóla og lærðu að verða nýtir þjóðfélagsþegnar. En því miður er stríð svo þeir verða að læra að berjast fyrir föðurlandið”. Umfram allt lýsir myndin örvæntingu þessa fólks. Annar leikstjóranna, James Miller var myrtur af ísraelskum hermönnum á meðan gerð myndarinnar stóð. Hann náði aldrei að mynda og tala við ísraelsk börn. Enginn hefur enn verið dreginn til ábyrgðar fyrir morðið, píslarvottunum fjölgaði um einn en tökufólkið missti félaga sinn, og fjölskylda hans missti ástvin, rétt eins og fjölskyldur þeirra Ísraela og Palestínumanna sem hafa fallið í átökunum og falla enn.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.