Hjálparstarf
Þegar þetta er skrifað hafa hræðilegustu náttúruhamfarir í manna minnum dunið yfir Indlandshaf. Hörmungununum verður vart lýst með orðum. Tala þeirra sem vitað er að hafi farist í flóðbylgjunni sem varð af völdum jarðskjálftans nálgast nú 200.00 manns. 2 milljónir munu vera heimilislausar. Fjölda fólks er enn saknað og líkin hrannast upp. Fólk er matar - og drykkjarlaust og hætta á farsóttum stigmagnast. Lík þarf að grafa og það flæðir út um ræsin. Skelfilegast þykir manni þó líklega að heyra fregnir af mannránum, þar sem munaðarlausum börnum hefur verið rænt og þau seld mannsali.
Það er ljóst að þetta fólk þarf á hjálp að halda og það strax. Án hjálpar munu þeir sem lifðu flóðið af ekki lifa mikið lengur. Því er brýnt að allir taki höndum saman og geri það sem í þeirra valdi stendur til að styrkja þetta fólk. Vesturveldin mega við miklu meira en þau hafa viljað láta af hendi og þar með talin er ríkisstjórn Íslands og íslenska þjóðin. Þetta varðar okkur öll og það munar um hvert framlag. Í stað þess að eyða fé í rusl getur þú látið gott af þér leiða og komið bágstöddu fólki til bjargar. Söfnunarsími Rauða kross Íslands er 907-2020 Enn fremur þarf fólkið á vatni að halda, og hvet ég og alla sem vettlingi geta valdið til að leggja sitt að mörkum í þeim efnum.
Bendi á magnaða grein eftir Uri Avnery á Gush-Shalom.org , sem nefnist „Before the Next Catastrophe“ þar sem hann fjallar um hörmungarnar, viðbrögðin við þeim og hvernig megi hugsanlega koma í veg fyrir að þær verði jafn miklar næst.
fimmtudagur, janúar 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli