fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Ég hef ekki verið neitt voðalega öflugur að blogga undanfarið. Er það bæði sökum leti og þess að he**ítis blogger-síðan virkar ekki. Þó hefur ýmislegt á daga mína drifið og mun ég gera heiðarlega tilraun að rifja upp það helsta.



Ég fór t.a.m. á æðislega tónleika sinfoníunnar um daginn, ásamt Dodda. Þar voru leikin sellókonsert nr.1 í C-dúr eftir Joseph Haydn, tilbrigði við stef eftir Haydn, opus 56 A eftir Brahms, Vókalísa eftir Racmaninov, Hátíðarforleikur eftir Tchaikovski og Nótt á Nornagnípu eftir Mussorgsky.
Þar á eftir var boð heima, foreldrar Telmu voru boðin til okkar, þar voru að auki mamma og pabbi, Vésteinn og Björgúlfur, litlibróðir Telmu. Eftir ljúffenga máltíð fórum við Björgúlfur í tindátastríð og er skemst frá því að segja að hann þurrkaði út her minn, þó að ég tæki marga frá honum með mér í gröfina. Mér varð svo á að reka mig í rauðvínsglas á borðinu, sem til allrar hamingju helltist aðallega bara á buxurnar mínar. En eftir á að hyggja nokkuð viðeigandi, að enda orustuna með ,,blóðbaði" ;)

Nú er Vésteinn farinn út til Ungverjalands, reyndar núna dálítið síðan hann fór og kemur aftur um mánaðarmótin.

Af söngkeppninni er að segja að hún heppnaðist mjög vel, og var afar skemmtileg í alla staði, í raun hvert atriðið öðru betra. Við vorum nær öll sammála um það að þetta væri besta söngkeppnin í manna minnum. Og Kuai á sérlega ferfalt húrrahróp skilið fyrir magnaða framistöðu. Og ég er ánægður og þakklátur öllum þeim jákvæðu viðbrögðum sem ég hef sjálfur fengið. Ballið var fínt, það litla sem ég náði af því, ég kom allt of seint á það. Var aðeins að blása úr nös heima eftir keppnina. Heyrði veður af eftirpartýi sem ég heyrði svo að væri herfilega slappt, svo maður fórt bara heim í bólið.

Skrapp á Bókasafnið um daginn, skuldaði þónokkuð, en lét framlengja og fékk nokkra góða gripi lánaða; tónlistina úr Underground, Machine Head með Deep Purple, Þursabit með Þursaflokknum og The Best Of Nick Cave and The Bad Seeds. Auk þess fékk ég E'G með King Crimson og Lumpy Gravy og We're Only In It For The Money með Frank Zappa (seinni ásamt The Mothers) lánaða hjá Arnljóti.

Að endingu lánuðu Ari og Bessi mér Black Sabbath, Soilwork, The Doors, Guns 'N' Roses, Daed Kennedys, Fünf Sterne Deluxe, U2, Nick Cave, Blue Öyster Cult, Iron Maiden, Kyuss, Alice In Chains, Zappa og AC/DC.

Jamm, það verður mikið hlustað á tónlist á næstunni. :D



Frönskuprófið um daginn hefði vel mátt ganga betur, ég náði eiginlega ekkert að læra fyrir það. Þetta kennir manni að athuga námsskrána betur. Ég hækkaði mig hins vegar upp í 7 í Viðskiptafræði. Jamann! Wer ist dein Vater???!!!

Búinn að sjá tvær myndir í bíó sem ég var ekki búinn að nefna, Mystic River og Elf. Mér fannst Mystic River mögnuð og eiga vel skilinn Óskar. Elf var mjög skemmtileg og fyndin, kom mér skemmtilega á óvart.


Svo er náttúrulega frönsk kvikmyndahátíð í gangi núna sem mig langar mjög að tékka á, hef bara ekki dratthalast til að gera það ennþá.


Helga Lára hélt upp á afmælið sitt á laugardaginn og þar var frábært. Gaf henni Góða dátann Svejk. Nóttin var ung, drukkið var af veigum Heiðrúnar og guðaveigar lífguðu sálaryl. Sérlega gaman þegar við sungum saman ,,Sódómu" með Sálinni. Glaumur og gleði í góðra vina hópi. Fyrirfinnst annað betra? :)

Inga og Álfdís halda svo sameiginlega upp á afmæli sín á laugardag. :)
(naumast hvað margir eiga afmæli þessa dagana, e-r tískufaraldur?)


Í gær sýndum við The Legend Of 1900 eftir Giuseppe Tornatore í Cösu, með Tim Roth í aðallhlutverki. Dásamleg mynd. Tónlist eftir Ennio Morricone. Ég ráðlegg öllum að sjá hana, sem það hafa ekki gert.


Að endingu vil ég geta þess að við nafni minn Jóhannesson verðum með útvarpsþátt mill 17:10 og 19:10 á sunnudag, Útvarpsþátt dauðans, og hvet ég alla til að hlusta. Mun hann einkennast af Hressilegum umræðum, góðri tónlist auk þess sem við fáum háleynilegan leynigest í þáttinn. :)


Jæja, nú er ég að fara að læra, hlusta á tónlist og lesa í The Song Of Names. Skrifa meira seinna

Jättekram :D

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.