Hej alle huppa! Ég er búinn að vera hér í góðu yfirlæti í nokkra daga í Skövde, hjá systur, mági og frændsystkinum. Mamma og amma koma hingað 26. Þá á Valli líka afmæli. Afskaplega gaman hjá okkur ok allt tegner til en jättebra jul. :)
Allt klappað og klárt, búinn að kaupa jólagjafir handa öllum, pakka inn og skreyta jólatréð. Katrín Ásta valdi sér reyndar í raun sjálf gjöf, því hún tók ástfóstri viðlítinn tösku-bangsa sem var í búðinni og Valla gef ég Spider-Man bifreið. Denn är jättekul (leiðréttið sænskuna ef hún er stirðbusaleg.
Í dag keypti ég gjafir og fór út að leika á sleða með Valla. Fyrst dró ég hann, svo vildi hann draga sjálfur. Við löbbuðum um holt og hæðir (jæja, BREKKU þá), jájá, örkuðum heillengi og lékum okkur á róló. Svo var Nenni frændi orðinn frosinn á nefinu og við héldum heim. ;) Katrín Ásta er líka alltaf jafn yndisleg. Og þau bæði. Þyrfti að geta postað myndum af þeim. Henni gef ég líka ansi skemmtilegan BR-kall. Við höfum það afskaplega gott.
Æi, mér dettur nú ekkert voðalega margt fleira í hug að að segja. Þó er frá nógu að segja. Þyrfti bara að skrifa svona nokkuð hjá mér. Komist ég í tölvuna á morgun eða á næstunni, fáið þið e.t.v. að heyra meira.
Þann 30. fer ég með Arnari á Return Of The King. Jibbí!
Er að lesa The Pianist, var að klára Hrafnkells sögu Freysgoða og langar líka að lesa Egils sögu og The Silmarillion. Auk þess hafði ég Cyrano frá Bergerac og Íslandsklukkuna með.
Þar eð ég hef takmarkaðan netaðgang vil ég nota tækifærið og óska ykkur öllum hjartanlega gleðilegra jóla, og þakka ykkur allt hið liðna. Hafið það sem allra best, elsku vinir. :) :) :D
Jättekjam!
Ni vet hvem ni är ;)
Og farsælt komandi ár, heyrið þið eða sjáið ekkert frá mér fyrir þann tíma.
Lög dagsins: ,,Nútíminn" og fleiri lög með Þursaflokknum.
miðvikudagur, desember 24, 2003
laugardagur, desember 20, 2003
Verið þið sæl í bili, vinir. Á morgun flýg ég nefninlega til Svíþjóðar, hitti loksins Jórunni, Arnar, Valla og Katrínu Ástu aftur og verð um jól og áramót hjá þeim!!! :) :) :D
En þó ég verði fjarri augum ykkar, vinir mínir og aðrir sem kynnuð að nenna að lesa þetta, þá verður hugur minn ekki fjarri ykkur og ég vonast til að geta bloggað eitthvað úti. :)
Jæja, það víst hyggilegast fyrir mig að fara að ganga til náða. Við sjáumst.
Lög dagsins (nojæja, eða kvöldsins): Dancing With The Moonlit Knight með Genesis og Herido De Sombras með Ibrahim Ferrer.
laugardagur, desember 13, 2003
föstudagur, desember 12, 2003
fimmtudagur, desember 11, 2003
miðvikudagur, desember 10, 2003
ANDSKOTINN. Svaf hrottalega yfir mig í morgun. Ætlaði að vakna tíu, hafði lært til 1-2, fór svo að kjafta við Véstein eftir það. Einkenndist það samtal af djúpum félagsfræðilegum og heimspekilegum vangaveltum um þjóðfélagsstöðu, sem og svefngalsa og almennum fíflagangi. Lagðist í fletið um 3 og hef bersýnilega verið orðinn afar ör og kexruglaður af syfju, því mig minnti endilega að ég hefði stillt klukkuna á símanum á að vekja mig kl. 10. Ég rumska svo um égveitekkihvað-leitið og ýmynda mér að ég hafi hreinlega vaknað fyrr, enn dofinn af syfju. Svo er bara klukkan orðin 1-2 og það var meira að segja slökkt á símanum! ANDSKOTINN, ANDSKOTINN, ANDSKOTINN. Gnnnnnnnyarrrrghhh.........
Er á þjóðarbókhlöðu að reyna að drösla mér áfram, sækist hægt, verð eflaust að vaka aftur frameftir í nótt til að komast í gegn um þetta og mæta svo eins og útspýtt hundskinn í prófið.
Jah, skítur minn á spýtu!
Speki dagsins: Það næstversta sem maður getur gert þegar maður er búinn að læra mikið fyrir próf er að sofa á því. Það versta sem maður getur gert er að sofa ekki á því.
Í dag og í gær hefur einn diskur verið mjög í spilun hjá mér, en það er Mansöngur eftir ömmu mína sem er nú loksins kominn út. Inniheldur hann kórverkið Mansöng við Ólafsrímu Grænlendings og ballettana Eld og Ólaf Liljurós.
...ég er farinn að læra.
þriðjudagur, desember 09, 2003
föstudagur, desember 05, 2003
Hello, Pikachu from Pokemon. You are very friendly
and nice, but when somebody you don't know
comes to talk to you, you are very shy and so
scared you won't run away. You do whatever is
loserish, and you do not fight back if somebody
is mean to you. If you had magical powers, you
would use them seriously (evilly). So,
basically, you are a wimp, a loser, and
everything NOT cool to the people around you -
even though you ARE the good guy, but if you
had advantage, you would do what is NOT
loserish :)
*****WHAT CARTOON ARE YOU??? - NEW AND IMPROVED - MANY DIFFERENT RESULTS*****
brought to you by Quizilla
AAAAARRRRRRGGGGHHHHH!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
þriðjudagur, desember 02, 2003
Nýyrði.
Hlýðið nú allar helgar kindir.
Heyrt hef ég nokkur sorgleg nýyrði á dögunum.
Þegar ég var að hlusta á fréttirnar uym daginn, var frétt um smygl. Þar hljómaði tvisvar orð sem ég hafði ekki heyrt áður. Það var orðið Smyglingur. Eitthvað á þessa leið ,,...lögreglan varð uppvísa um smygling á fjórða tímanum í dag..."
Sjáum nú til. Það eru til orð eins og ,,smygl", ,,smyglvarningur", ,,smyglari"... EN HVAÐ Í HELVÍTINU ER SMYGLINGUR???!!!
,,Smyglingur hefur sést iðulega við Íslandsstrendur yfir sumarmánuðina en flýgur svo suður á bóginn þegar nær dregur vetri...." :Þ
Svo er viðskiptafræðin að sjálfsögðu gnægðarbrunnur og uppsprettulind íðorðanna. Í gær heyrði ég t.d. orð eins og ,,skalarhagkvæmni" og ,,högnun".
,,Högnun" er sumsé sú athöfn að hagnast, samkvæmt kennara mínum. :Þ
Löng þögn frá minni hálfu á meðan hún útskýrði merkingu orðsins, eins og ekkert væri eðlilegra. Ég þagði en starði svipbrigðalaus á hana, með frosið andlit og kinkaði hægt kolli.
,,Vegna skilvirkrar skalarhagkvæmni varð umtalsverð högnun á smyglingnum..." :Þ
Jæja, best að læra
mánudagur, desember 01, 2003
Yay! You are John Entwistle, the quiet one in the
band. You play bass, like drugs, but not to the
point where they'd mess up the band you've got
going. You are multi-talented, but tend to fade
into the background a little.
Which member of The Who are you?
brought to you by Quizilla
Þar hafið þið það. Ekki leiðum að líkjast.