laugardagur, febrúar 06, 2010

Skríddu ofaní öskutunnuna

Heiðraði forstjóri í höllinni þinni
himinháu úr gleri og stáli og steypu
ég kem ekki á fund þinn til að fá hjá þér neina
fyrirgreiðslu enda yrði víst sneypu-
för heldur gefa þér gott ráð forstjóri
við geðfargi geðfári geðfargi
þínu þungu:
skríddu ofaní ösktunnuna
afturábak með lafandi tungu

Heiðraði tollstjóri í hreiðrinu þínu
höggnu í gler og stál og steypu
ég kem ekki á fund þinn til að fá hjá þér neina
fyrirgreiðslu enda yrði víst sneypu-
för heldur gefa þér gott ráð tollstjóri
við geðfargi geðfári geðfargi geðfári
þínu þungu:
skríddu ofaní ösktunnuna
afturábak með lafandi tungu

Og sólin hún skein á skrúðið blómanna
og skinnið svo mjúkt á stúlkunum ungu
og fuglarnir á trjátoppana
tylltu sér þöndu brjóst
og sperrtu stél
og sungu
skríddu ofaní ösktunnuna
afturábak með lafandi tungu


-- Megas (Magnús Þór Jónsson), af plötunni Drög að sjálfsmorði

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.