fimmtudagur, mars 26, 2009

Páfinn, Palestína, bauk mitt & basl

"Páfinn teldi að skírlífi og öruggt kynlíf karls og konu væru bestu vopnin á móti veirunni" (leturbreytingar mínar).

Nú er páfinn mótfallinn getnaðarvörnum (en það er meðal þess sem hefur gert hann umdeildan, svo ekki séð sterkara til orða tekið).
Gæti þá einhver útskýrt fyrir mér hvað karluglan á við með "öruggu kynlífi karls og konu"?

...

Mæli með nýjustu grein Uri Avnery; A Judicial Document. Þar fjallar hann um viðurstyggileg lög í Ísrael þess efnis að eiginkona ísraelsks borgara megi ekki koma til Ísraels með honum ef hún er búsett á herteknu svæðunum eða í "fjandsamlegu" arabaríki.
Jafnframt kom eftirfarandi fram í máli lögfræðinganna í dómsmálaráðuneytinu, en Avnery telur þetta í fyrsta sinn sem menn segja þetta sjálfir skýrt og skorinort og leggur svo í framhaldinu út frá þessum orðum:

...“The State of Israel is at war with the Palestinian people, people against people, collective against collective.”
ONE SHOULD read this sentence several times to appreciate its full impact. This is not a phrase escaping from the mouth of a campaigning politician and disappearing with his breath, but a sentence written by cautious lawyers carefully weighing every letter.
If we are at war with “the Palestinian people”, this means that every Palestinian, wherever he or she may be, is an enemy. That includes the inhabitants of the occupied territories, the refugees scattered throughout the world as well as the Arab citizens of Israel proper. A mason in Taibeh, Israel, a farmer near Nablus in the West Bank, a policeman of the Palestinian Authority in Jenin, a Hamas fighter in Gaza, a girl in a school in the Mia Mia refugee camp near Sidon, Lebanon, a naturalized American shopkeeper in New York – “collective against collective”.
Of course, the lawyers did not invent this principle. It has been accepted for a long time in daily life, and all arms of the government act accordingly. The army averts its eyes when an “illegal” outpost is established in the West Bank on the land of Palestinians, and sends soldiers to protect the invaders. Israeli courts customarily impose harsher sentences on Arab defendants than on Jews guilty of the same offense. The soldiers of an army unit order T-shirts showing a pregnant Arab woman with a rifle trained on her belly and the words “1 shot, 2 kills” (as exposed in Haaretz this week).


...

Ég er í undirbúningsvinnu fyrir BA-ritgerðina mína um Mother Night eftir Kurt Vonnegut. Hallast að því að kalla hana The Madness of Sanity eða e-ð þvíumlíkt. Bókin er stórgóð og læsileg en jafnframt margslungin þegar maður fer að kryfja hana. Ég er loks kominn með allt dótið sem ég þurfti að panta af netinu, s.s. Kurt Vonnegut: Images and Representations, ritstýrt af Peter J. Reed og Marc Leeds, Eichmann in Jerusalem eftir Hönnuh Arendt og DVD-diskinn með kvikmyndinni Mother Night sem Keith Gordon leikstýrir eftir handriti Robert B. Weide, sem vann það upp úr bók Vonneguts. Bókin er að ýmsu leiti margslungnari og Howard W. Campell óræðari persóna en á heildina litið er aðlögunin býsna vel heppnuð og myndin sem slík mjög góð og vel þess virði að tékka á, en það er bókin auðvitað líka. Sérstaklega er Nick Nolte frábær sem Campell. En ekki síður bitastætt (og ástæðan fyrir að ég keypti diskinn) er tólf mínútna viðtal við Kurt Vonnegut og Nick Nolte. Vonnegut talar að venju dálítið undir rós og vill síður skera boðskapinn eða túlkun á aðalpersónunni út í pappa en gefur þó ágætis vísbendingar, og Nolte nokkuð líka. Einnig fylgir með fréttamyndin frá réttarhöldunum yfir Adolf Eichmann og senur sem voru klipptar burt (oftast til að stytta myndina og tek ég undir með aðstandendum að mikill missir er af mörgum senum, og stundum illskiljanlegt að þær hafi verið látnar fjúka).

Ég er sem stendur að lesa Eichmann in Jerusalem, að sötra kaffi og hlusta á plötuna Hot Rats með Frank Zappa.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.