Tók próf á fésbókinni; "Hvaða drykkjulag ertu?" og fékk Whiskey River með Willie Nelson. Þetta er drullugott lag og vel að því komið að vera lag dagsins, þó ég sé nú ekkert kvalinn á sálinni eins og sögumaður lagsins. Hef það ágætt. Samt sem áður svamlaði ég aðeins í Viskýánni í afmælisteiti í gær og fékk mér hressilega í stóru tána. Þetta var gott teiti og ég þakka fyrir mig. Vaknaði öskuþunnur í morgun en líður þokkalega núna.
Lag dagsins nr. 2 er I Got Stoned And I Missed it með Dr. Hook.
sunnudagur, ágúst 17, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli