Get your motor runnin'... - Ökunám bækur og blaður
Með biksvörtu morgunkaffinu (nennti ekki út í búð að kaupa mjólk, þó ég endi eflaust með því að dragnast þangað): Tónlistin úr O Brother, Where Art Thou?, Dirt með Alice in Chains og Maskerade eftir Terry Pratchett, úr Discworld-seríunni. Kominn tími til að ég færi að lesa þessar bækur, en þessi var mér lánuð um daginn, í ljósi þess hversu margir hafa lengi mælt með bókunum við mig. Áður hafði ég lesið “Undir berum himni” í flokknum “Ævintýri nálfanna” (e. “Truckers” í “Bromeliad”-þríleiknum) í þýðingu Þorgerðar Jörundsdóttur, og fannst hún bráðskemmtileg. Það eru ca. 11 ár síðan að ég las hana. Tíminn flýgur. Maður ætti kannski að fara að tékka á framhaldsbókunum. :P
Kominn í þessum skrifuðu orðum á bls. 41 af 381 í Maskarade og líst vel á. :)
Andaktungurinn er byrjaður að læra á bíl hjá Knúti Sölva Hafsteinssyni, sem einnig var íslensku- og umsjónarkennari hans í lærða skólanum. Nú má heimurinn fara að vara sig. Hér kemur Einar Steinn! Vrúúúúúúmmmm!
Það var skrýtið að vera aldursforsetinn í bóklegu tímunum í ökuskóla eitt. Fannst ég óttalega gamall e-ð innan um slefandi 17-18 ára krakka. No offence sko, ef eitthvert ykkar er að lesa þetta, svona augum lít ég einfaldlega unglinga, deal with it. ;)
Ég undanskil svo ekkert sjálfan mig á þessum aldri þó að mér hafi eflaust þótt ég fjandanum þroskaðri á þeim tíma. Þetta skánar líka eftir busavígslu. :)
Fékk sterkan svona "ertu snjallari en menntaskólakrakki?"-fíling þarna, oft komu e-r tækniatriði sem risaeðlan ég hváði yfir í huganum en var svo sem ekkert alltof spenntur fyrir að auglýsa það á staðnum að kornabörnin hefðu betri þekkingu á ýmsu svona heldur en ég. Ég var btw. aldrei með sérlega tækni-eða bíladellu (annað en að þykja flottir bílar flottir), og helmingurinn af þessu hljómaði ergo eins og volapyk í mínum eyrum. Á meðan þetta var fróðlegt þá gat þetta dregist dálítið á langinn, 4 tíma slide-show með 6-10 mínútna pásum. Að auki var þetta um kvöld í nokkuð þungu lofti og heilinn minn hefði alveg mátt vera móttækilegri.
Mér verður hugsað til þess þegar ég var að kenna pápa á geislaspilarann ("Sjáðu, hér er STOP-takkinn, hann er svona til að STOPPA með" os.frv.) á sínum tíma (honum hefur n.b. farið mikið fram í tækninni, hann getur brúkað tölvu núna), s..s. þegar maður þarf ekki að bjarga sér með e-ð er auðvelt að láta aðra um það.
Í stað þess að auglýsa fáfræði mína í tímanum, geri ég það bara í netheiminum. Þar er leyndarmálið óhult. :P
Kennslustofan mín hýsir einnig Barðstrendingafélagið Konnakot. Það þótti mér skondið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli