sunnudagur, ágúst 24, 2008

Layne, John & ég

Þá er ég orðinn 24gjra ára.Það er ágæt tilfinning. Átti ánægjulegan afmælisdag og stefni á að halda teiti í næstu viku.

Tveir tónlistarmenn sem eru í miklum metum hjá mér deila afmælisdegi með mér; John Lee Hooker og Layne Staley, söngvari Alice in Chains. Ég játa að ég var sleginn af fregninni um andlát Layne Staley, en hann lést langt fyrir aldur fram, 35 ára að aldri, úr of stórum skammti eiturlyfja. Kannski lá þetta þó í loftinu, þar eð hann hafði lengi átt við alvarlega eiturlyfjaneyslu að stríða. Layne var og er einn uppáhalds rokksöngvarinn minn og ég held mikið upp á Alice in Chains, þá fyrst og fremst aðra plötuna þeirra; meistaraverkið Dirt frá árinu 1992.



Eftirlætis lagið mitt á þeirri plötu er Down in a Hole og því næst Rooster Ég rakst á upptöku frá MTV Unplugged þar sem sveitin tekur Down in a Hole. Layne virkar viðkvæmur og dettur e-ð út í harmóníum frá 4:40 til ca. 5:10, svo Jerry Cantrell bakkar hann upp en Layne kemur svo það áhrifaríkt inn aftur að það meira en fyrigefst, enda er en hann er svo einlægur og sálarríkur í söngnum að undirritaður fær gæsahúð. Layne upplifði því miður þann raunveruleika sem hann syngur um. Lofuð sé minning þessa magnaða söngvara og hljómsveitarleiðtoga. Þetta voru bestu myndgæðin sem ég fann á myndbandinu, svo þið látið ykkur vonandi hafa það að fyrstu 6-7 sekúndurnar virðast vera úr e-i mynd með Neve Campell. :P



Má svo til með að láta eðallagiðMan in the Box fljóta með af plötunni Facelift, frá árinu 1990. Layne er auk þess frískari þarna.

Sömuleiðis er John Lee Hooker einn eftirlætis blústónlistarmaðurinn minn. Hér flytur hann It Serves Me Right to Suffer og Tupelo. Reyndar steikt að hafa þennan texta með myndböndunum, sérstaklega þar sem það er dágóður slatti af villum í honum. :P


Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.