Meira af Condie og mannréttindamálum
Þá er Condoleeza floginn af landi brot á kústskaftinu sínu.
Vésteinn bróðir komst svo að orði á hversdagsamstri sínu: "Alveg er ég bit yfir því að þetta glæpakvendi sé boðið hingað eins og fín manneskja. Alveg bit."
Hann er sannarlega ekki einn um það.
Hvað sjálfan mig varðar, hefur það varla farið framhjá fólki hversu ég ég hef brunnið og brenn enn af reiði og hneykslan yfir komu hennar og meðsekt íslenskra stjórnvalda, sem kóa með henni og Bandaríkjastórn, og skyldi engan undra; þannig hlýtur hverjum að líða sem lætur sig mannréttindi og mannslíf einhverju varða. Heimsókn Condoleezu Rice skilur eftir sig saurugan svívirðublett fyrir land og þjóð, eða ætti ég kannski að segja blóðugan, og það verður varla auðveldara að hreinsa þann blett heldur en fyrir lafði Macbeth að hreinsa burt bletti morðs og nagandi samviskukvala. Ríkisstjórnin á vissulega sjálf eingunis háðung og skömm skilið fyrir að bjóða þessari glæpatík hingað. Hvorki Condoleeza né nokkur íslenskur ráðamaður þáði að prufa vatnspyntinguna á Austurvelli eða að þiggja sýnikennslu. Vésteinn bróðir var meðal þeirra sem prófaði og entist ekki lengur en svona 10-15 sekúndur, að ég held. Sjálfur lagði ég ekki í þetta, fansnt ég hvort eð er ekkert þurfa frekari vitnanna við, lestur, augun og ímyndunaraflið dugði alveg.
Ég tek undir með Elíasi Davíðssyni í opnu bréfi hans til Samtaka hernaðarandstæðinga, að Samtök hernaðarandstæðinga hefðu átt að krefjast handtöku Condoleezu Rice fyrir stríðsglæpi. Ég tel vissulega ekki séns að það hefði orðið við þeirri kröfu, en það hefði allav. verið táknrænt og þar hefði verið tekin skýr afstaða af hálfu Samtaka hernaðarandstæðinga. Ég er einnig sammála Elíasi að það getur verið varhugavert að einblína á Guantanamo ef það verður til þess að horft sé framhjá fleiri glæpum sem Bandarísk stjórnvöld bera ábyrgð á. Þanning finnst mér í sjálfu sér jákvætt að Alþingi fordæmi pyntingar í Guantanamo en betur má, ef duga skal. Við þurfum að fordæma pyntingar og önnur mannréttindabrot hvarvetna og hafna stríði og vígvæðingu. Mannréttindi og friðarmál eiga ekki að leysast upp í flokkapólitík, og eiga ekki að vera einkaleyfi útvalinna hópa. Þau eiga jafnframt ekki að vera afstæð heldur eiga þau að vera öllum til handa.
Það liggur í hlutarins eðli að fólk vill ekki vera svipt mannréttindum sínum og það er grundvallarkrafa fólks að fá að njóta þeirra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli