þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Bandcamp o.fl.

Ég er kominn heim í heiðardalinn. Fór í kolbrjáluðu veðri í æfingabúðir Háskólakórsins í Skálholti um helgina. Samferðamenn í bíl voru Kristján, sem ók, og Colin. Við gátum varla þakkað honum nóg fyrir að aka því við sáum varla handa okkar skil í fárviðrinu. Sökum færðar fórum við heiðina fyrir slysni. Á æfingu sáum við og heyrðum þrumur og eldingar. Það var magnað. Sungum þeim mun hærra. Ég man ekki hvenær ég sá síðast eldingar á Íslandi, minnist reyndar aðeins að hafa séð þær í 2-3 skipti hér. Helgin var æðisleg. Nýliðar voru vígðir í kórinn, það var sungið, spilað, farið í leiki, skemmtiatriði, hangið, djammað og djúsað að ógleymdum heita pottinum. M.a. var okkur skipt í hópa þar sem við áttum að búa til bíl úr sjálfum okkur, leika atriði úr kvikmynd og semja dansatriði. Ég var í hópi þrjú og við unnum. Þar held ég að hafi borið hæst frjálsleg útfærsla okkar á þinginu í Rofadal úr Hringadróttinssögu. Í stystu máli var fjör. Ég þakka kórfélögum fyrir að vera svona frábær. Ef þetta er forsmekkurinn fyrir Pólland þá verður aðallrétturinn sannarlega ljúffengur. :) Atriði bassans að þessu sinni var kynæsandi dans og bassasöngur við Minn hinsta dans Páls Óskars.
Fór í gær á Brúðgumann og get með góðri samvisku sagt að þetta sé með betri íslenskum myndum sem ég hef séð í langan tíma, ef ekki með þeim betri yfir höfuð. Hrein og klár andaktungsmeðmæli. Þá er að skella sér á Ívanov. Stefnan er reyndar líka tekin á Jesus Christ Superstar á föstudag og Brúðkaup Fígarós e-n tíman í næstu viku.

Keypti mér Safe Area Gorazde, The Fixer og Notes from a Defeatist eftir meistara Joe Sacco í gær. Bætist í haug bóka sem mig langar til og á eftir að lesa. Það vill einkenna mig að ég kaupi og fái lánaðar bækur og komi því aldrei í verk að lesa þær. Staflarnir hrannast upp og verða að drasli, móður minni til armæðu. Það er eins og vinkona mömmu sagði: “So many books, so little time”. Mig langar t.d. líka að lesa Iraq: The broken Kettle eftir Slavoj Zizek, A Man Without a Country og Sirens of Titan eftir Kurt Vonnegut, Fear and Loathing in Las Vegas eftir Hunter S. Thompson, Glass eftir Eyvind P. Eiríksson o.s.frv. o.s.frv.

Who's Bad?
You ain't bad, you ain't nothing!


Ég hef legið dálítið yfir tónlistarmyndböndum með Michael Jackson. Don't Stop 'Til You Get Enough, Bad og . Smooth Criminal. Fyrir utan það að hafa verið myndarlegur maður á sínum tíma (á sínum tíma, já), eiga frábær lög og vera afbragðs söngvari á Michael Jackson mörg flottustu tónlistarmyndböndin í poppsögunni og ég þekki ekki til þess að dansmúvin hafi verið toppuð. Þegar ég horfi á myndband eins og Smooth Criminal, hversu oft hefur mig þá ekki langað til að geta dansað svona?
Það er svo gaman að geta þess að það er Martin Scorcese sem leikstýrir Bad og að foringi töffarana er leikinn af Wesley Snipes.

Loks læt ég hér fylgja senu úr Delirious með Eddie Murphy, frá árinu 1984, þar sem hann gerir grín að Michael Jackson:

4 ummæli:

Unknown sagði...

Þér er hérmeð bannað að kíkja á Ívanov án mín.

Einar Steinn sagði...

m'kei, en það það myndi kannski hjálpa ef ég vissi hver þú ert, dularfulli maður/kona/e-ð.

Bastarður Víkinga sagði...

Æ, krapp. Slysaðist inná rangan gúgúlakkánt.

En þetter ég.

Einar Steinn sagði...

Vertu velkominn. Ég heyri og hlýði. ;)

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.