þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Allt að gerast - Nöldur og væl

Af hverju þarf allt að vera að gerast þegar það er próf hjá mér á mánudaginn? Ellefu kaflar plús greinar til prófs.

Á morgun vinn ég tvo tíma og fer í tíma. Fer í dans 7-9. Próflestur og heimavinna, þarf að vinna mig aðeins upp. í hádeginu er fyirlestur um framlag kvenna til friðar í Ísrael. Á fimmtudag er próflestur, heimavinna, skóli og kór. Jón Guðni er að spila með Lister um kvöldið. Á föstudag er vísindaferð hjá ensku og próflestur. Það er víst líka vísindaferð hjá kvikmyndafræðinemum. Á laugardag er próflestur, kórpartý og fyrirbartý hjá röddum. Þarf líka að horfa á 7 stuttmyndir, Ansiktet eftir Ingmar Bergman og e.t.v. Smultronsstället. Ætla líka að reyna að komast e-ð í ræktina eða sund. Missi að sjálfsögðu af kvikmyndasýningu hjá Fjalarkettinum á sunnudag. Þarf svo yfirleitt að sjá Night and Fog og Blood of the Beasts.

Það virðist vera að ég hafi misst af Brúðkaupi Fígarós. Týpískt. Vonast til að geta séð La Traviata í næstu viku.

Lag dagsins: I want to Break Free með QueenUppfært 23:00

Hitt lag hverfandi dags er líka með Queen; I Want It All

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.