Þorláksmessusala fyrir íbúa Palestínu á Laugaveginum
21.12.2007 Á Þorláksmessu mun félagið standa fyrir sölu á varningi til styrktar íbúum Palestínu á Laugaveginum frá klukkan 14:00 og fram á kvöld. Þar verður í boði palestínsk ólífuolía í sérstökum gjafaumbúðum, klútar frá Hebron, Frjáls Palestína peysur, bolir, nælur og geisladiskar. Tilvalið að versla hér jólagjafir sem láta gott af sér leiða, fyrir þá sem búa við hernám og hörmungar í Landinu helga.
Félagið skipulagði fyrst sölu Þorláksmessu árið 2004 þegar geisladiskurinn Frjáls Palestína - með lögum frá Mugison, KK, múm og fleirum - var seldur til stuðnings Project Hope æskulýðsverkefninu í Balata flóttamannabúðunum. Salan gekk vel og framhald varð á Þorláksmessusölu félagsins. Árið 2005 rann ágóðinn til Öryrkjabandalags Palestínu og í fyrra til palestínskra kvennasamtaka. Í ár mun allur ágóði renna í Neyðarsöfnun félagsins til handa Palestínu - og þá ekki síst þeirra sem eiga um sárt að binda vegna Aðskilnaðarmúrsins.
Stefnt er því að hafa söluborðið á sama stað og í fyrra - á mótum Laugavegs, Bankastrætis og Skólavörðustígs - frá klukkan 14:00 til 22:00.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært til að líta við og versla jólagjafir sem láta gott af sér leiða fyrir þá sem búa við hernám og hörmungar í Landinu helga.
Ég bendi á hádegisviðtal Stöðvar 2 við Svein Rúnar Hauksson lækni og formann félagsins Ísland-Palestína, sem sjónvarpað var 19. desember, þar sem hann ræðir um ráðstefnuna þar sem ákveðið var að þjóðirnar sem hana sátu myndu efla fjárhafslega aðstoð við Palestínu, og ástandið í Palestínu, sér í lagi á Gaza, en Sveinn kom nýlega heim úr Palestínuferð og heimsótti þá m.a. Gaza. Hann legur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að rjúfa umsátrið á Gaza.
1 ummæli:
glæpamenn
Skrifa ummæli