mánudagur, desember 24, 2007

Merry Christmas, Dammit!



Hjartanleg jólakveðja til allra á la Gumby. :)
Takk fyrir allt gamalt og gott.
Varði seinni hluta aðfangadags í vinnu á Kleppi og get ekki annað sagt en að þetta hafi verið mikil upplifun og ánægjuleg jól. Ekki síst þegar við vorum að taka upp pakkana. Á nú 1 & 1/2 tíma eftir af vakt.

Brá mér í bæinn í gær og góður andi í bænum. Hef alltaf verið mikið Þorláksmessubarn, fékk líka þessa fínu skötu uppi á deild. Notalegt að vera búinn að kaupa allt kl. 6 og fara svo í friðargönguna. Var reyndar úrvinda, hafði enda litið við í teiti með vinnufélögum kvöldið áður en farið svo á morgunvakt ,svo ég fékk mér væna kríu í 1-2 tíma og kíkti svo út. Gott kvöld í alla staði.

4 ummæli:

Einar Steinn sagði...

Fjárakornið, "this video is no longer available". Hvaða leppalúðar eru það sem þurfa sí og æ að vera að taka myndbönd út af youtube?
Dammit.

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól kleppikjeppz.

Einar Steinn sagði...

Takk, sömuleiðis. :)

Einar Steinn sagði...

Takk, sömuleiðis. :)

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.