þriðjudagur, apríl 24, 2007

Meira af Burkina Faso-ískum ruslpósti

Ég ákvað að hafa smá yfirlit með Burkina Faso-ruslpóstinum. Nú eru komin eitthvað 21 bréf síðan ég fór að telja. Annars vegar frá Bank of Africa (BOA) og hins vegar frá African Development Bank (ADB):

Meðal þeirra frá BOA eru bréf frá Hassan Ahmed, "Auditing/Accounting Director BOA" og Mr. Rasheed Suleiman, "Director in charge of auditing and accounting section BOA" (gegna nákvæmlega sama forstjórastarfinu í sömu deild, sama banka, sama útibúi virðist vera) tvíeyinu Moubarik Lompo og Sula Gawa, sem deila stöðunni Manager Audit Accounting Manager og bréf frá fjórmenningunum Yusuf Musa, Abu Joseph, Usuman Gue og Dr. Ame Benjamin sem allir deila líka sama starfinu: “Bills and Exchange manager”.
Að sama skapi hef ég líka fengið bréf frá African Development Bank sem eins og Bank Of Africa er staðsettur í Ouagadougo í Burkina Faso. Þar eru bæði Hasan Kude og Davis Wachi “The Director of the Accunts & Auditing Department. Að auki var bréf frá Milik Solman, BILL & EXCHANGE MANAGER/ AUDITING.
Nú leikur mér forvitni á að vita hvort þessir bankar, þar sem hver deild þarf bæði deildarstjóra og forstjóra og minnst 2-5 menn til að gegna hvoru starfi, þurfi ekki neina starfsmenn til að vinna önnur störf, t.d. gjaldkera?

5 ummæli:

Kristján H sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
K sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Einar Steinn sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
KRistján sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.