miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Goran Bregovic á Listahátíð og tónleikar Háskólakórsins

Ég á bæði!

Fyrri fréttirnar las ég í Blaðinu rétt í þessu. Á sömu blaðsíðu er fjallað um Háskólakórinn og spjallað við Hreiðar Inga Thorsteinsson, hvers verk er meðal þeirra sem við syngjum. Tónleikarnir okkar á morgun verða kl.12:30 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Við flytjum verk eftir ung íslensk tónskáld; Púsluspil fyrir lengra komna eftir Pál Ragnar Pálsson (AKA Palla í Maus), Úr vitund þinni horfir andlit eitt eftir Egil Guðmundsson, Þú og Óttu eftir Hafdísi Bjarnadóttur,Vonina eftir Mamiko Dís Ragnarsdóttur, Hrafnamál eftir Hreiðar Inga og Fallega Skjóni fótinn ber.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.