föstudagur, febrúar 16, 2007

Ace Frehley



Í spilaranum núna er samnefnd sólóplata Ace Frehley.

Af sólóplötum KISS hefur sólóplata Ace átt mestum vinsældum að fagna. Ástæðan er einföld: Hún rokkar feitast. Hún er ekkert vegin gallaus, frumleikinn mætti vera meiri, lögin misgóð og Ace Frehley er enginn Caruso, röddin hans er hrá og liggur svona miðlungs hátt. Þetta er hins vegar grípandi rokk. Bestu lögin hafa helvíti góð riff, sérstaklega lög eins og Ozone, New York Groove og Snowblind (skyldi ekki rugla saman við samnefnt lag Black Sabbath) og sólóin eru sömuleiðis töff. Fractured Mirror fær mig til að hugsa til Beck's Bolero eða Lick My Lovepump (það síðarnefnda út kvikmyndinni This Is Spinal Tap) Textarnir eru flestir svona “sex drugs and rock ‘n’ roll’, en maður bjóst svo sem ekkert við öðru, en skoða stundum aðeins meira myrkari hliðar þess lífstíls.

Ace hefur lengi verið uppáhalds meðlimurinn minn í KISS. Ég fíla gítarleik hans vel og hann er mesti rokkarinn af þeim fjórum, eins og heyrist vel á þessari plötu. Um leið er hann e.t.v. mesti tónistarmaðurinn af þeim. Hann er raunar rokkari með öllu sem því fylgir og hefur sukkað stíft, og sér á honum. Sólóin hans og lead-gítarleikur hefur virkilega ljáð KISS rokk-kryddið, hann hefur líka samið ýmis góð lög innan KISS, t.d. Cold Gin, Shock ME og Strange Ways. Hann samdi “klassíska” intro-ið í Rock Bottom og einnig má benda á intro-ið og sólóið hans í Black Diamond eða lokasólóið í tónleikaútgáfunni af She, ef lesendur vilja heyra flottan gítleik hjá honum. Öll Alive!-platan með KISS er reyndar ágætis vitnisburður um það að karlinn rokkar feitt.
Og mér er sama hvað hver segir, KISS-lúkkið hans er töff!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rock, hvar eru allir tenglarnir þínir

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.