Ferðasaga úr Skálholti
- Bandcamp
Á föstudegi lögðum við Kristján af stað um sjö leitið áleiðis í Skálholt. Þótti mér ekki amalegt að hafa viðtalsþátt við tvo Utangarðsmenn í græjunum á leiðinni og tónlist af Geislavirkum. Góð plata það. Við komum eitthvað um 9-19 leitið, að mig minnir og deildum herbergi með Magnusi og Stefaan. Við æfðum eitthvað og fórum í leiki. Man að við fórum í blindingjaleik og hlupum í skarðið. Svo var chillað, drukkið og skemmt sér.
Það var mikið um söng, spil og leiki, 5 gítararar (þar á meðal minn) og það hefur víst verið spilað á þá alla.
Það var mikil jörfagleði alla ferðina. Ég held að það hafi verið einhver besta hugmyndin sem ég fékk á liðnu ári (OK, mótiveraður af mömmu) að fara í kórinn, enda eru kórfélagar mínir afskaplega skemmtilegt fólk. :)
Þetta kvöld held ég að ég hafi smakkað Old Speckled Hen í fyrsta sinn. Góður drykkur það.
Daginn eftir var sjö tíma æfing með pásum. Strax og henni lauk var ölið dregið fram. Við snæddum afar ljúffenga hamborgara um kvöldið. Svo voru skemmtuiaðtriði og leikir, sungum hástöfum við matarborðið. Það var busavígsla, og var ég þar í hóp. Við vorum látin hakka í okkur kókosbollur, þamba öl, hoppa í hringi á heinum fæti, drekka Gammeldansk (sem er NB argasti viðbjóður), skríða undir og hlaupa í gegn um marklínu gjörða úr salernispappír. Næst á dagskrá voru svo skemmtiatriði hverrar raddar, sem við fengum e-ð tuttugu mínútur til að undirbúa. Við bassarnir vorum þurrausnir. Eftir að hafqa brotið lengi helinann, brugðum við á endanum á það ráð að láta Jón keppa í súmóglímu við fulltrúa annara radda. Var hann sigursæll, nema að Sara sigraði hann í altinni. Svo stigum við dans eins og vanvitar.
Kristín átti afmæli og við fögnuðum því með pompi og prakt. Síðla kvölds, eftir mikið partý og e-ð 8-10 bj´9ora var gott að koma sér fyrir í heita pottinum. Við slógum raunar met, tróum okkur seytján í pottinn, þegar mest var, en hann hefur verið hugsaður fyrir fjóra, held ég. Allir liggjandi ofaná og ofaní öllum. Ég hef verið þriðji eða fjórði síðasti maðurinn að fara að sofa aðfaranótt Sunnudags. Þegar maður var orðinn hæfilega djúpraddaður af öli kyrjaði maður lög eins og „Á sjó“, enda ekki oft sem maður fær tækifæri til þess að gjöra svo vel sé.
Á Sunnudag héldum við heim. Við Kristján tókum dálítinn bíltur og keyrðum Hveradal og Árborg. Útsýnið var fallegt, land og fjöll snævi þakin, og mættust þar hvítur og svartur á heillandi hátt. Mér varð hugsað til Aðventu. Himinninn var líka fagur, sólgyllt ský og sólstafir, skýin mynduðu nokkurs konar boga eða op og hátt uppi var mislit, eins og vísir að regnboga.
Bíllinn reyndist hins vegar orðinn bölvað skran, þar eð hraðinn féll á honum eða hélst með eindæmum lágur. Á leið upp Kambana snigluðumst við á 20km hraða og var hraðinn líka jafnan svona á jafnsléttu. Það var helst á leið niður brekku að hann hækkaði. Þegar hann var sem hægastur hefði maður ætlað að maður gæti gengið hraðar. Við mjökumst Mosfellsheiðina og veltum því fyrir okkur, þar sem klukkan er fimmm, hvort við verðum komnir í bæ fyrir 8. Loks fór hagur Strympu að vænkast og hraðinn skríður upp, þó það hafi verið vesen með hann, nær alla leiðina heim.
Áhugasamir geta skoðað myndir úr ferðinni "Hér".
fimmtudagur, janúar 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli