Af Þjórsárverum og farsælum lyktum Borgarstjórnarfundar
Í dag samþykkti Borgarstjórn, sem er 45% eigandi Landsvirkjunnar, samþykkti tillögu Ólafs F. Magnússonar, fulltrúa Frjálslynda flokksins, um að fallið yrði frá virkjunaframkvæmdum við Þjórsárver og frá Norðlingaölduveitu. Enn fremur samþykkti hún viðbótartillögu boragrstjóra um að Landsvrikjun leitaði annara virkjunarleiða eins og gufuaflsvirkjanna. Ég sat á áhorfendapöllunum og voru þeir troðfullir. Áhorfendur gerðu mikið lófatak við ræður borgarstjórnarmeðlima, enda ánægjulegt var mikill einhugur í þessu máli, alltént hjá þeim sem tóku til máls, og mæltist þeim almennt vel. Var tillagan samþykkt með níu atkvæðum, sex sjálfstæðismenn sátu hjá. Gísli Marteinn lýsti bókun Sjálfstæðisflokksins, voru flokksfélagar í flestu samþykkir þessari ályktun en voru ekki andsnúnir stóriðju sem slíkri.
Áðurnefnd samþykkt borgarinnar er í takt við vilja heimamanna, auk þess sem fjölmennir fundir, vel sóttir stórtónleikar og umræðan í þjóðfélaginu bendir til sívaxandi vitundar um mikilvægi náttúruverndar.
Borgin hefur kosið að hlusta á fólkið, og er það vel. Enn á eftir að sjá hvernig mál fara hjá Alþingi og fyrir dómstólum, auk þess að sjá hvað ríkisstjórn gerir. Þó fullur sigur sé ekki vís er ástæða til að fagna þessum áfanga sem vannst í dag.
þriðjudagur, janúar 17, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli