Próflesturinn er skollinn á hjá yðar einlægum. Eftir að hafa truntað mér í gegn um menntunarkaflann í menningarsögunni, leið mér eilítið eins og heilinn minn hefði sagt "Far vel, Frón" og haldið í jólafrí til Tipperary.
Ástkær amma mín á afmæli í dag og átti ég indæla kvöldstund í kaffi með henni, Vésteini, Lossí og Jónínu.
Amma deilir svo afmælisdegi með öðru mikilsmetnu tónskáldi, því Tom Waits á einnig afmæli í dag.
Lengra verður þetta blogg ekki, því nú ætla ég mér að skríða í fletið.
Lag dagsins: "You Can't Always Get What You Want" með The Rolling Stones.
fimmtudagur, desember 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli