Brá mér á skemmtilega tónleika með Dodda í gær. Þar voru Rass og Bob Log III að spila. Rass finnst mér virkilega skemmtileg hljómsveit, hún er einhvern vegin svo hallærisleg að hún verður kúl. Hrátt og grípandi pönkrokk, eins mínímalískt og það gerist, sama má segja um textana, yndislegar línur eins og “óréttlæti er óréttlátt/aldrei það verður tekið í sátt. Uppáhalds lagið mitt með þeim er “Burt með kvótann”.
Það má einnig segja um Bob, að hann var svo hallærislegur að hann var kúl. Hann steig á svið í samfestingi og með stærðar hjálm á höfðinu. Gegn um hann rétt glitti í andlitið og maður sá allav. að hann var með hormottu. Bob Log III er bráðskemmtilegur furðufugl, húmoristi og hafði mikinn hillbillí-redneck-sjarma. Hann spilaði einhvers konar hrátt og suddalegt redneck-hillbillí hráttblús-pönk-fönk-rokk. Hann er líka klikkaður gítarleikari. Hann kneifaði stíft ölið og spjallaði við áhorfendur á milli laga.
Bob átti mörg skemmtileg ummæli þetta kvöld. Dæmi: “Skál is ‘bowl’ in English. It’’s like: ‘I’ve got a beer... - and I want a bigger one!”. Eða kynningar hans á lögum: “This is a song about boobs”.
Þá kynnti okkur fyrir “Boob scotch”, og sýndi það á eigin brjósti. Vantaði hann svo sjálfboðaliða til að halda áfram. Tveir karlar koma upp á svið.
Bob: “Common, Iceland! I came all the way from Arizona and is this all you have to offer? I mean, guys... I appreciate the thought...”
Hugrökk stúlka gaf sig loks fram og uppskar mikinn fögnuð. Sagði Bob “boob-scotchið” fyrirtaks leið til að eignast vini. Ég tel að þetta sé hefð sem verði að breiða út á Íslandi. Annað lag var um að klappa brjóstum, og hvatti Bob alla til að taka þátt, karla sem konur. Í seinasta laginu fékk hann tvær stúlkur til að tylla sér á sitt hvort kné honum á meðan hann spilaði lag sem hann sagði vera “The fastest goddamn song in the world!” Svo var eitt um gítarinn hans o.s.frv. Þetta voru þrælskemmtilegir tónleikar.
Lauk kvöldinu á að við Doddi fórum til mín hvar við sötruðum rauðvín, gæddum okkur á ostum og horfðum á 24 Hour Party People.
mánudagur, desember 05, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli