Rumsfeld meinar sérfræðingum á vegum Sameinuðu þjóðanna aðgang að föngum á Guantanamo
Bandaríkjastjórn vill undanþágu frá pyntingabanni
Bandaríkjamenn réttlæta stefnu sína í skýrslu til Sameinuðu þjóðanna
...Formælandi utanríkisráðuneytisins bendir á að málefni fanganna séu flókin. Engar reglur séu um hvernig fara eigi með fólk, sem hlýðir ekki lögum, tekur ekki mark á reglum, virðir enga samninga. Þetta sé fólk sem eingöngu ætli sér að drepa saklausa borgara...
“Engar reglur séu til?” Hmm, hvað með Genfarsáttmálann og Mannréttindaúrskurð Sameinuðu þjóðanna? "...sem hlýðir ekki lögum lögum, tekur ekki mark á reglum, virðir enga samninga".
Bandaríkjastjórn skeinir sér alþjóðalögum og samningum ef þeir henta ekki stefnu þeirra.
Hversu mörg líf saklausra borgara skyldi Bandaríkjaher hafa á samviskunni? Þeir virðast ekki líta á fangana sem menn, í ljósi þess halda þeir því fram að fangarnir eigi ekki rétt á lágmarks mannréttindum heldur skuli gera líf þeirra að sem mestu helvíti sem mögulegt er. Orð þeirra og ummæli vekja upp í hugann þessi ummæli sem Adolf Hitler lét eitt sinn falla um gyðinga: “The Jews are undoubtedly a race but they are not human.”
Að lokum er hér myndasaga frá This Modern World sem setur hlutina í ágætt samhengi: Occam's Razor? Never heard of it
sunnudagur, nóvember 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli