Hugleiðingar um stöðu samkynhneigðra og kirkjuna
Það er gleðiefni ef stefnir loks í að samkynhneigðir fái að njóta sömu mannréttinda og aðrir í þjóðfélaginu. En enn lítur út fyrir að þeir fái ekki að njóta sjálfsagðra mannréttinda á við aðra íbúa landsins og er það hryggilegt. Nú virðist mér, af ummælum forsætisráðherra, að helst sé spurning um kirkjuna, hvort eigi að leifa samkynhneigðum hjónavígslu. Segir Halldór það málefni kirkjunnar, hún sé sjálfstæð stofnun og ríkið geti ekki skipst sér að því.
Nú er þjóðkirkja á Íslandi. Ríkið dælir í hana fé. Skattgreiðendur einnig, nema þeir sem borga í staðinn í guðfræði deild. Fer dágóður þorri nema síðan til prestastarfa. Mér þykir ríkið því bara hafa fullan rétt til að hafa eitthvað um það að segja ef þessi stofnun mismunar fólki á grundvelli kynheigðar. Eins þó hún væri aðskilin ríknu, þætti mér hún ekki eiga að komast upp með að mismuna fólki. Ímyndum okkur að ég stofnaði klúbb sem héti “Aríaklúbburinn”, þar sem einungis hvítir menn mættu vera. Ég held að flestir geti tekið undir með því að það yrði ekki sérlega vinsælt. Því tæki ég upp á því einn daginn, af náð minni og visku, að leyfa blökkumönnum að ganga í klúbbinn, en hafa það ákvæði skýrt að þeir mættu ekki njóta sömu réttinda og hvítir í klúbbnum, því það “stríddi gegn reglum klúbbsins”. Loks ávæði ég að vera virkilega líbó og hleypa einnig inn konum, gyðingum, albínóum, samkynhneigðum, kommúnistum o.s.rv, nema að þessi sömu lögmál giltu um þau öll. Þau fengu ekki að njóta sömu réttinda í klúbbnum og vér arísku ofurmennin.
Haldið þið ekki að kæmi aðeins annað hljóð í strokkinn?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli