fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Hér eru nokkar stiklur um það helsta sem er að frétta af mér og mínum högum undanfarna daga:

BOG, félag enskunema, heldur uppi afar góðu starfi. Ég skemmti mér hið besta á Halloween síðastliðinn föstudag.

Ég er símalaus sem stendur. Ef þið viljið ná í mig, er það því annaðhvort kommentakerfið, heimasími eða tölvupóstur.

Ég er byrjaður í Háskólakórnum, fór á mína aðra æfingu á mánudag. Líst mjög vel á mig þar. Alls þekki ég fjögur fyrir, sem voru með mér í MR. Laugardaginn hélt ég í teiti hjá Mæju fyrir gamla kórfélaga, og var í raun heppni að ég rakst á hana á æfingunni svo ég vissi af því. Gaman að þeim endurfundum, ekki síst vegna þess hve langt var orðið síaðn maður hafði séð flesta. Verður vonandi meira af slíku.
Á laugardaginn er svo grímuball hjá kórnum og verður það þá í þriðja sinn sem ég get notast við minn ágæta sjóræningjabúning.
Þið gætuð séð mig um eittleitið í Odda á morgun seljandi kökur (gullfiskinn mig minnir alla vegana að það sé á morgun). Kórinn er í fjáröflun. Kórmeðlimir beðnir að baka og selja. Ég mun þá leita á náðir minnar gömlu vinkonu; júngfrú Betty Crocker.

Yðar einlægur brá sér á Corpse Bride með Dodda og skemmti mér konunglega. Meistari Tim Burton að gera það sem hann gerir best. Vönduð hreyfimyndagerð, rómantík, húmor, Viktoríu-England, og hið yndislega gotnesk-dramatíska/gotnesk-húmoríska andrúmsloft sem Burton skapar. Mér varð bæði hugsað til lThe Nightmare Before Christmans og þess ágæta tölvuleiks Grim Fandango. Tónlistin hjá Danny Elfman frábær.

Sá líka Kiss Kiss Bang Bang. Góð mynd, skemmtileg og fyndin. Gaman að sjá Robert Downey Jr. á hvíta tjaldinu aftur.
Robert Downey Jr. finnst mér mjög góður leikari og hann var brillíant í þessari mynd, hann átti hana algerlega. Það er vonandi að hann geti haldið sig frá óhollu líferni svo maður fái að sjá hann oftar í kvikmyndum.

Ég skráði mig á námskeiðið Gunnar og Þórbergur –líf tveggja skálda og fór í fyrsta tímann núna í kvöld. Sá tími var mjög áhugaverður. Umræður voru líflegar og fjörugar og fóru um víðan völl. Mest var fjallað um Gunnar í þessum tíma, æviatriði, og þá aðallega mótunarár í Danmörku, Sögu Borgarættarinnar og Fjallkirkjuna, frægðina, stríðið og heimkomuna. Fimm tímar framundan.

Loks er frá því að segja að líf mitt hefur öðlast nýja merkingu, ég hef orðið fyrir uppljómun; dýrðarröðull Þórðar hefur skinið á mig!!! Ég er orðinn félagi í aðdáendaklúbbi Þórðar!!! Lótusblóm gróa hvar náðugur Þórður leggur höfuð sitt til hvílu.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.