Ég skellti hlekk á Gljúfrastein.is, hægra megin á síðunni. Á þeim vef má finna flest milli himins og jarðar sem lýtur að Halldóri Laxness og kennir sannarlega margra skemmtilegra grasa. Meðal þess sem mér þótti gaman að sjá var brot af umfjöllun hans um Kirkjuna á fjallinu, sem er nú fremur þekkt undir heitinu Fjallkirkjan, eftir Gunnar Gunnarsson, en Halldór þýddi hana á íslensku. Fer hann fögrum orðum um þá bók og er ljóst að hér var risið meistaraverk í íslenskum bókmenntum og höfuðrit skáldsins.
Einnig var sérlega ánægjulegt að hlusta á upplestur Halldórs á eigin verkum, enda var hann afar góður og skemmtilegur upplesari. Þar hafði ég mest gaman af kaflanum "Konferensráðið" úr Brekkukotsannál, sem má finna hér.
...Á prestaskólatröppunum skáhalt á móti Gúðmúnsensbúð stóð maður og var að halda sólarupprisuræðu á meðan heimurinn svaf. Hefði eftir eðli hlutarins mátt halda að þar væri kominn heilagur Frans af Assissí ellegar einhvers sá annara frægra dýrlinga sem af mestri snilli hafa predikað fyrir skynlausri skepnu:
Kæru bræður ha
hestar og fransmenn
hjólreiðamenn og lóðahundar
lestarmenn og kettir!
Þegar konferensráðið kemur-
það er nefnilega það!
þrjátíu vertíðir á sjó
Sá sem rær hjá Gúðmúnsen þarf herskip ...
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli