Í dag, þriðjudag, var síðasti skóladagurinn. Hann gekk nokkuð skemmtilega fyrir sig og ekki laust við að maður muni sakna margs úr skólanum og frá árunum hér. Bestu árin manns liðin. Það batnar sumsé ekki heldur mun nú allt fara hríðversnandi úr þessu. En það er óþarfi að sýta Björn bónda strax heldur réttara að gleðjast yfir mey að morgni. Dagurinn í dag var skemmtilegur, fórum m.a. á kaffihús með Eydísi félagsfræðikennara og sungum Alouette hjá Eydísi frönskukennara.
Þegar ég var lítill hélt ég að þetta lag væri um skíðaferð, (sbr. ,,Alúetta, ó ég var að detta") enda var því haldið að okkur hvítvoðungunum í Ísaksskóla og nöprum sannleik miskunnarlausrar fæðukeðju haldið leyndum fyrir okkur. Þetta lag er sumsé um reytingu fugls, fasana, að ég held. Je te plumerai. Ég plokka þig. Je te pumerai le dos, le bec, o.s.frv., fætur, háls goggur, you name it. Sumsé mjög skemmtilegt.
Í dag var mér veitt viðurkenning fyrir félagsstörf í MR, ég er, sem sagt, embættismaður ársins. Það gladdi mitt gamla hjarta. Ég vil þakka samstarfsfólki mínu og ykkur öllum fyrir góðan vetur, en nú er kominn síðasti vetrardagur.
Dimissio á morgun...
Valete studia!
miðvikudagur, apríl 21, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli